Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 09:45

Bandaríska háskólagolfið: Berglind, Sunna, Hrafn, Theodór og Ari hefja leik í mótum í dag

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon taka þátt í Lady Seahawk Classic mótinu sem hefst í Wilmington, Norður-Karólínu í dag. Þetta er tveggja daga mót.

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og golflið  Faulkner háskólans og Theodór Karlsson, klúbbmeistari GKJ 2012 og Ari Magnússon, GKG og golflið University of Arkansas at Monticello hefja leik í dag á Natural State Golf Classic mótinu, sem fram fer í Heber Springs, Arkansas. Þetta er 2 daga mót.

Golf 1 mun verða með úrslit úr mótunum eins skjótt og mögulegt er en því miður er ekki hægt að vera með linka inn á mótin til að fylgjast með gangi mála.