Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 08:30

Bestu höggin á Masters (1. af 5)

The Masters 2013 hefst í næstu viku og því kominn sá tími þegar skyggnst er um öxl og afrek fyrri Masters móta rifjuð upp. Þau eru fá höggin á Masters risamótinu sem jafnast á við vipp Tiger Woods við 16. flöt Augusta National  2005. Sjá má myndskeið af þessu ógleymanlega höggi með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State luku leik í 2. sæti

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State léku nú í vikunni á Challenge mótinu í Onion Creek, í Austin, Texas. Mótið fór fram dagana 1.-2. apríl 2013 (þ.e. s.l. mánudag/þriðjudag – Einhverra hluta vegna fórst fyrir að birta úrslitin fyrr hér á Golf1.is og er beðist afsökunar á því). Þátttakendur vou 68 frá 13 háskólum. Valdís Þóra lauk leik T-28, þ.e. jöfn 3 öðrum kylfingum í 28. sæti í einstaklingskeppninni. Valdís Þóra lék á samtals 15 yfir pari, 225 höggum (77 74 74) og var á 4. besta skori í liði Texas State, sem hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni.  Skor Valdísar Þóru taldi því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 04:00

LPGA: Park efst á Kraft Nabisco

Það er Inbee Park frá Suður-Kóreu sem heldur forystu sinni frá því í gær á Kraft Nabisco risamóti kvenna. Hún er samtals búin að spila á 12 undir pari, 204 höggum (70 67 67) og hefir 3 högga forystu á þá  sem næst  kemur. Í 2. sæti er hin bandarísk/mexíkanska Lizette Salas, sem er á samtals 9 undir pari, 207 höggum (70 68 69). Þriðja sætinu deila síðan afmæliskylfingur dagsins, „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, Pornanong Phattlum, Jessica Korda, Karine Icher, Karrie Webb og Angela Stanford. Allar hafa þær leikið á samtals 6 undir pari, 210 höggum. Níunda sætinu deila Caroline Hedwall og Paula Creamer á samtals 5 undir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 03:30

PGA: Horschel enn efstur

Fyrir lokahring Texas Valero Open er Billy Horschel enn efstur, en hann er búinn að leiða alla keppnisdagana og spennandi hvort honum takist að klára dæmið í kvöld – en hann er einn af „nýju strákunum“ á PGA Tour, sem vann sér inn kortið sitt á lokaúrtökumóti Q-school LPGA í desember á s.l. ári. Billy er samtals búinn að spila á 10 undir pari, 206 höggum (68 68 70). Öðru sætinu deila Jim Furyk og Charley Hoffman, 2 höggum á eftir Horschel, á samtals 8 undir pari, 208 höggum hvor; Furyk (69 70 69) og Hoffman (71 67 70). Í 4. sæti eru síðan 3 kylfingar: Rory McIlroy, Bob Estes Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 20:30

GG: Ólafur og Pétur Már sigruðu í Opna vormótinu

Um 40 kylfingar tóku þátt í Opnu vormóti sem fram fór á Húsatóftavelli í dag. Heldur kalt var í veðri og vindur. Aðstæður voru því erfiðar. Aðeins 2 konur luku keppni,  Gerða Hammer, GG og Rut Sigurvinsdóttir, GSE.  Af þeim báðum stóð heimakonan sig betur var með 96 högg og 27 punkta). Ólafur Sigurjónsson (Zico) úr GR sigraði í höggleiknum en hann lék á 77 höggum eða sjö höggum yfir pari. Í punktakeppninni var það Pétur Már Finnson úr GR sem sigraði en hann fékk 29 punkta. Fannar Jónsson úr GG varð annar og Árni Bergur Sigurjónsson úr GKG varð þriðji. Efstu menn í höggleik: 1. Ólafur Sigurjónsson GR 77 +7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 20:00

GS: Arnar Freyr og Svavar Geir unnu í 4. móti Egils Gullmótaraðar GS

Í dag fór fram 4. mótið í Egils Gull mótaröð GS.  87 voru skráðir í mótið og 80 luku keppni, þar af 4 konur og stóð Steinunn Jónsdóttir, GSG, sig best af þeim, bæði í höggleiks- og punktakeppninni  (var á 113 höggum, alveg eins og Elísabet Böðvarsdóttir, GKG, en var betri á seinni 9) og eins var Steinunn efst í punktakeppninni með 23 punkta. Það var Arnar Freyr Jónsson, úr Golfklúbbi Neskaupsstaðar (GN) sem kom, sá og sigraði.  Hann spilaði Leiruna á glæsilegum 3 undir pari, eða 69 höggum!!! Hann var á besta skorinu og í 2. sæti í höggleiknum var heimamaðurinn Sigurður Jónsson, GS, á 74 höggum, eða 5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 19:38

GÞ: Ástríkur og Steinríkur sigruðu í Texas Scramble-inu í dag

Í dag fór fram á Þorláksvelli Opið Texas Scramble Vormót.  Ágætis aðstæður voru á Þorláksvelli og dagurinn góður, því þó snjóaði til fjalla var alveg autt við ströndina.  Þátttakendur voru 52 eða 26 lið. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti Ástríkur og Steinríkur (Ingvar og Svanur GÞ) 67 brúttó, forgjöf 3 = 64 betri á seinni 9 (-3) 2. sæti Stricker og Els (Jón Þorkell og Guðni Vignir GVS og GS )67 brúttó, forgjöf 3 = 64 (-2 á seinni) 3. sæti Hinir feðgarnir (Björgvin og Helgi Snær GK) 64 brúttó, forgjöf -2 = 66

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 17:00

Nýju strákarnir á PGA 2013: Billy Horschel – (21. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA, sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012 í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt þ.e. þátttökurétt á PGA Tour, 2013 Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 7.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 4. sætinu: Billy Horschel, Richard H. Lee og Kris Blanks.  Byrjað verður á Billy Horschel, sem er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Camilla Lennarth – (38. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Robert Rock – 6. apríl 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Robert Rock. Rock fæddist 6. apríl 1977 og er því 36 ára í dag. Sjá má nýlega grein Golf 1 um afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Mike Schuchart, 6. apríl 1962 (51 árs);  Tanya Dergal, 6. apríl 1984 (29 ára), Victor Riu, 6. apríl 1985 (28 ára)…. og …. Bogi Agustsson F. 6. apríl 1952 (61 árs) Dora Henriksdottir F. 6. apríl 1966 (47 ára) Árni Björn Guðjónsson F. 6. apríl 1949 (64 ára)   Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira