Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2013 | 20:30

Fótbolti eða golf?

Hér á Íslandi er alveg kristaltært hverjar eru vinsælustu íþróttagreinarnar: fótbolti er í 1. sæti – golf í 2. sæti.

En hvernig skyldi staðan vera í Þýskalandi?  Í Þýskalandi eru vinsælustu íþróttagreinarnar þær sömu og fyrir 20 árum: Fótbolti, fimleikar og tennis.

Í dag er golfið í 10. sæti og félagar í þýskum golfklúbbum innan þýska golfsambandsins (Der Deutsche Golf Verband (DGV) ) um 635.000.  Þetta þykir mikil framför frá því fyrir 20 árum en þá var golf 18. vinsælasta íþróttagreinin í Þýskalandi og aðeins 206.500 félagar í þýskum golfklúbbum, en golf í Þýskalandi þykir því miður enn vera forréttindaíþróttagrein hinna ríku,  líkt og víða í Mið-Evrópu, þó hægt og sígandi sé að verða breyting á.

Í dag er golf vinsælla en mjög vinsælar íþróttagreinar í Þýskalandi á borð við sund og blak.

Heimildir:

Deutscher Sportbund; Sport in Deutschland, 2003

Robert-Koch Institut; „Studie zur Gesundheit Erwachsener in Deutschland.“ (DEGS), 2012.

DOSB, Bestanderhebung 2012 frá 15.nóvember 2012.