Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 08:00

GR: Golfkveðjur til GL

Á heimasíðu GR gefur að finna eftirfarandi kveðju formanns GR, til Leynismanna:

„Undanfarin fimm ár hefur Golfklúbbur Reykjavíkur verið rekstraraðili Garðavallar á Akranesi. Nú er sá samningur á enda og vil ég fá að nota þetta tækifæri til að senda þakklæti til þeirra Leynismanna sem þessi fimm ár hafa þolað okkur GR-inga á sínum glæsilega velli sem rekstraraðila. Endanlegt uppgjör og viðskilnaður okkar hefur farið fram og einnig hefur verið gengið frá vinavallar samning við þá Leynismenn þannig að GR-ingar fá áfram að leika Garðavöll gegn hóflegu gjaldi sem og bóka rástíma eins og áður var.

Sendum okkar bestu golfkveðjur til Golfklúbbsins Leynis með þökk fyrir frábært samstarf á liðnum árum.“

Jón Pétur Jónsson
Formaður Golfklúbbs Reykjavíkur