Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Malene Jörgensen – (37. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 8-30 í Lalla Aicha Tour School 2013. Nú er það sú sem varð í 7. sæti:

Fullt nafn: Malene Jörgensen

Ríkisfang: dönsk.

Malene

Malene

Fæðingardagur: 30. júlí 1986 (27 ára).

Fæðingarstaður: Odense, Danmörku.

Áhugamál: Að mála og að spila golf.

Er félagi í : Odense Eventyr golfklúbbnum.

Hæð: 1,70 m.

Háralitur: Brúnn.

Augnlitur: Blár.

Byrjaði að spila golf: 9 ára.

Mestur áhrifavaldarnir í golfinu: Fjölskyldan og sérstaklega bróðir hennar Michael Jörgensen, sem er 6 árum eldri og spilaði á Áskorendamótaröð Evrópu (Challenge Tour).

Hápunktar á áhugamannsferli: Danish Ladies’ International Champion 2008 (DLAK). Danskur meistari í höggleik 2008 og  danskur meistari í holukeppni árið. Var í danska golflandsliðinu á árunum 2002-2008. Var fulltrúi Dana árið 2008  í World Championship í  Adelaide, Ástralíu.

Atvinnumennska: Í fyrra náði Malene aðeins 7 niðurskurðum af 17 mótum sem hún tók þátt í og var besti árangur hennar T-12 á Lalla Meryem mótinu 2012 og varð því að fara aftur í Q-school. Árið 2011 var besti árangur hennar T-8 í  Allianz Ladies Slovak Open. Árið 2010 var besti árangurinn T-7 í Finnair Masters. Árið 2009 varð Malene tvívegis meðal topp-20 og var besti árangurinn T-16 á Finnair Masters og síðan T-18 á Portugal Ladies Open. Í þeim 13 mótum sem Malene spilaði í vann hún sér inn €17,762.91 og varð í 85. sætinu á Henderson peningalistanum og fékk kortið stitt á LET, 2010.

Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: 7. sætið.