Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 01:45

LPGA: Park leiðir á Kraft Nabisco

Það er Inbee Park frá Suður-Kóreu sem er í forystu þegar 1. risamót ársins í kvennagolfinu er hálfnað. Inbee er búin að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum (70 67).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Park er bandarísk/mexíkanski nýliðinn frá síðasta ári, Lizette Salas og í 3. sæti 2 höggum á eftir Park eru hin sænska Caroline Hedwall fyrrum skólafélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur, GO og hin ítalska Giulia Sergas.

 Í 5. sæti á samtals 4 undir pari (3 höggum á eftir Inbee Park) eru 3 kylfingar m.a. Jodi Ewart Shadoff, sem var í 1. sæti eftir 1. dag og  8. sætinu deila 4 kylfingar m.a. hin sænska Anna Nordqvist á samtals 3 undir pari.

Hin „hæfileikalausa“ Michelle Wie deilir síðan 12. sætinu með 8 öðrum kylfingum, m.a. Paulu Creamer, Ai Miyazato og Cristie Kerr.

Suzanne Pettersen, sem var í 1. sæti eftir 1. dag átti afleitan hring upp á 75 högg og er því á samtals 1 undir pari og dottin niður í 21. sætið á skortöflunni.

Lydia Ko er T-42 eftir hring upp á 2 yfir pari í dag, 74 högg, en samtals er hún búin að spila á 2 yfir pari.  Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng er 1 höggi á eftir Ko og Lexi Thompson 2 höggum á eftir Ko.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru Azahara Muñoz, W-7 módelið fyrrverandi Stacy Prammanasudh, Juli Inkster, Brittany Lincicome og Sandra Gal.

Til þess að sjá stöðuna þegar Kraft Nabisco risamótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR: