Viðtalið: Vala Torfadóttir, GO og GKB.
Hún Vala Torfadóttir, GO og GKB, var í golfi ásamt eiginmanni sínum, Ragnari Gíslasyni og vinafólki, Ásthildi Ragnarsdóttur og Jóni Rúnari Halldórssyni, Skírdag, 28. mars 2013, þegar hún sló draumahöggið á par-3 13. braut Strandarvallar á Hellu. Þetta er í fyrsta sinn sem Vala nær að fara holu í höggi og við höggið góða notaði hún 3-tré vegna mikils mótsvinds. Viðtalið í kvöld er við nýjasta Einherja Íslands: Fullt nafn: Valgerður Torfadóttir. Klúbbur: Oddur og Kiðjaberg. Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík, 7. desember 1955. Hvar ertu alin upp? Í Vogahverfinu í Reykjavík. Í hvaða starfi ertu? Ég er hönnuður og eigandi verslunarinnar Spaksmannsspjarir. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2013: Steve LeBrun – (24. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA, sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012 í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt þ.e. þátttökurétt á PGA Tour, 2013 Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 4.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 2 strákum sem deildu 2. sætinu: Ross Fisher og Steve LeBrun Byrjað verður á Steve. Steve LeBrun fæddist í West Palm Lesa meira
Ráshópar á Masters 2013
Búið er að tilkynna um ráshópa á fyrstu tveimur dögum The Masters risamótsins og þ.á.m. eru ýmis spennandi holl. Fyrst ber e.t.v. að nefna að með Tiger Woods í holli eru Luke Donald og Scott Piercy en þeir fara út kl. 10:45 á staðartíma (kl. 14:45 á okkar tíma hér á Íslandi) á fimmtudag og kl. 1:41 á staðartíma (kl. 17:41 á okkar tíma hér á Íslandi) á föstudag. Phil Mickelson spilar með nr. 2 frá 2012 Louis Oosthuizen og fyrrum risamótssigurvegaranum Martin Kaymer kl. 1:30 á fimmtudag (kl. 17;30 á okkar tíma) og kl. 10:23 (kl. 14:23 á okkar tíma) á föstudag. Nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy, sem Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Emily Taylor – (41. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Bestu höggin á Masters (3. af 5)
Í gær opnuðust dyrnar að Augusta National því 77. Masters mótið fer fram í þessari viku. Af því tilefni er ekki úr vegi að skyggnast um öxl og rifja upp einhver eftirminnilegustu og bestu höggin, sem slegin hafa verið á the Masters. Eitt þeirra er sögufrægt teighögg Gullna Bjarnarins, Jack Nicklaus, á 16. holu the Masters 1986, sem var síðasta Masters mótið, sem Nicklaus sigraði á og reyndar einnig 18. og síðasta risamótið sem hann vann; þá 46 ára, sem er aldursmet á Masters! Lokahringurinn hans upp á 7 undir pari 65 högg er m.a. eftirminnilegur fyrir hvernig hann lék lokaholurnar en hann lék seinni 9 á 6 undir pari, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Seve Ballesteros – 9. apríl 2013
Afmæliskylfingur dagsins er uppáhald margra, sem lést langt um aldur fram Severiano Ballesteros. Seve eins og hann var alltaf kallaður var fæddur 9. apríl 1957 í Pedreña, Cantabria, á Spáni og hefði því orðið 56 ára í dag en hann lést 7. maí 2011. Seve gerðist atvinnumaður í golfi 1974, þá aðeins 17 ára. Á ferli sínum vann hann 91 mót þar af 5 risamót, m.a. the Masters fyrir 30 árum (þ.e. 1983). Seve er sá kylfingur sem unnið hefir flest mót á Evrópumótaröðinni eða samtals 50. Eins vann hann 9 á PGA Tour, 6 mót á japanska PGA og 31 sinnum í öðrum atvinnumannamótum. Seve hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga Lesa meira
Íslendingaveisla í bandaríska háskólagolfinu – Hrafn og Faulkner í 1. sæti!
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og golflið Faulkner taka dagana 7.-9. apríl 2013 þátt í Harding Natural State Golf Classic mótinu í Heber Springs, Arkansas. Eftir 1. dag mótsins er lið Faulkner háskóla í 1. sæti og Hrafn á 3. besta skori liðs síns og á því enn á ný þátt í glæsiárangri þess!!! Í einstaklingskeppninni er Hrafn í 10. sæti, spilaði 1. hringinn á 3 yfir pari eða 74 höggum og stendur sig best Íslendinganna í mótinu! Í mótinu taka nefnilega einnig þátt Sigurður Björgvinsson, GK, sem spilar með B-liði Faulkner og var á 8 yfir pari, 79 höggum eftir fyrsta hringinn. Sigurður er í 36. sæti eftir 1. Lesa meira
Stærðin skiptir máli!
Elin Nordegren, fyrrverandi eiginkona nr. 1 á heimslistanum (Tiger Woods) er komin með nýjan kærasta upp á arminn og sá lukkulegi er kolanámu-billjónamæringurinn, bandaríski Chris Cline. Um 25 ára aldursmunur er á þeim skötuhjúum, Elín er 33 og Chris 58 og spurning hvort stjörnumerkin passi en Elín er steingeit og Cline, ljón. Hins vegar eru auðævi Cline (net worth) metin á 1,5 billjónir dollara eða um þrefalt meiri en auðævi Tiger. Hvað um það….. í síðasta mánuði, vikuna fyrir páska, gerðu golffjölmiðlar vestra grín að því að Cline hefði lagt snekkju sinni „Mine Games“ sem er 164 feta fyrir framan „Privacy“ snekkju Tiger Woods, sem „aðeins“ er 155 feta. Sem sagt Lesa meira
Phil og Condi spila æfingahring
Phil Mickelson spilaði æfingahring s.l. sunnudag við fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezzu Rice, eða Condi eins og fjölmiðlar vestra kalla hana gjarnan. Um hringinn sagði Mickelson eftirfarandi við ESPN: „Þetta var frábært. Hún er ein af uppáhaldsmanneskjunum mínum. Hún hefir frábæran persónuleika og innstillingu og það er svo gaman að vera með henni. Hún veit svo margt um það sem er að gerast í heiminum. Þetta var bara ótrúlegt. Þetta var frábær reynsla.“ Síðan sagði hann eftirfarandi um golfleik Condi: „Á flötunum …. hún er einstakur púttari. Jafnskjótt og hún var orðinn félagi, hringdi ég og bað um hring alveg eins og ég gerði við Arnold [Palmer] þegar ég var enn Lesa meira
Stricker: „Er ekki nógu góður“
Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker, nr. 8 á heimslistanum, viðurkennir að leikur hans henti ekki Augusta National. Í síðustu 7 Masters mótum sem hann hefir tekið þátt í hefir hann aðeins 1 sinni verið meðal efstu 10 og fyrir 12 mánuðum í Georgíu var hann T-47. Hinn 46 ára Bandaríkjamaður (Stricker) er ekki sá lengsti af teig á PGA Tour. Um þátttöku sína í Masters sagði hann: „Ég hef fyrir mestan part átt í ströggli hér (á Masters). Það eru enn nokkrir hlutir sem ég hef bara ekki ráðið við.“ „Eða ég hef komist hingað (á Masters) á minn eiginn hátt, hugsa ég, nokkrum sinnum, líka.“ „Ég hef bara ekki verið Lesa meira










