Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2013 | 10:00

Stærðin skiptir máli!

Elin Nordegren,  fyrrverandi eiginkona nr. 1 á heimslistanum (Tiger Woods) er komin með nýjan kærasta upp á arminn og sá lukkulegi er kolanámu-billjónamæringurinn, bandaríski Chris Cline.  Um 25 ára aldursmunur er á þeim skötuhjúum, Elín er 33 og Chris 58 og spurning hvort stjörnumerkin passi en Elín er steingeit og Cline, ljón. Hins vegar eru auðævi Cline (net worth) metin á 1,5 billjónir dollara eða um þrefalt meiri en auðævi Tiger.

Billjónamæringurinn Chris Cline

Billjónamæringurinn Chris Cline – nýi kærasti Elínar Nordegren

Hvað um það….. í síðasta mánuði, vikuna fyrir páska,  gerðu golffjölmiðlar vestra grín að því að Cline hefði lagt snekkju sinni „Mine Games“ sem er 164 feta fyrir framan „Privacy“ snekkju Tiger Woods, sem „aðeins“ er 155 feta.  Sem sagt 9 feta lengdarmunur!!!

Var því fleygt að hjá Elínu skipti stærðin greinilega máli, en allt virðist stærra og betra hjá Chris Cline!!!