
Íslendingaveisla í bandaríska háskólagolfinu – Hrafn og Faulkner í 1. sæti!
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og golflið Faulkner taka dagana 7.-9. apríl 2013 þátt í Harding Natural State Golf Classic mótinu í Heber Springs, Arkansas.
Eftir 1. dag mótsins er lið Faulkner háskóla í 1. sæti og Hrafn á 3. besta skori liðs síns og á því enn á ný þátt í glæsiárangri þess!!!
Í einstaklingskeppninni er Hrafn í 10. sæti, spilaði 1. hringinn á 3 yfir pari eða 74 höggum og stendur sig best Íslendinganna í mótinu!
Í mótinu taka nefnilega einnig þátt Sigurður Björgvinsson, GK, sem spilar með B-liði Faulkner og var á 8 yfir pari, 79 höggum eftir fyrsta hringinn. Sigurður er í 36. sæti eftir 1. dag.
Eins eru meðal þátttakendanna 73 í mótinu klúbbmeistari GKJ 2012, Theodór Karlsson og Ari Magnússon GKG og golflið University of Arkansas at Monticello. Theodór lék 1. hring á 7 yfir pari, 78 höggum og er í 33.sæti og Ari spilaði á 11 yfir pari, 82 höggum og er í 55. sæti.
Sannkölluð Íslendingaveisla hér á ferð, þar sem 4 Íslendingar taka þátt í einu og sama mótinu!
Til þess að sjá stöðuna í Natural State Golf Classic mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum