Hrafn Guðlaugsson, GSE and Faulkner. Photo: In Hrafns possession
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2013 | 11:00

Íslendingaveisla í bandaríska háskólagolfinu – Hrafn og Faulkner í 1. sæti!

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og golflið Faulkner taka dagana 7.-9. apríl 2013 þátt í Harding Natural State Golf Classic mótinu í Heber Springs, Arkansas.

Eftir 1. dag mótsins er lið Faulkner háskóla í 1. sæti og Hrafn á 3. besta skori liðs síns og á því enn á ný þátt í glæsiárangri þess!!!

Í einstaklingskeppninni er Hrafn í 10. sæti, spilaði 1. hringinn á 3 yfir pari eða  74  höggum og stendur sig best Íslendinganna í mótinu!

Í mótinu taka nefnilega einnig þátt  Sigurður Björgvinsson, GK, sem spilar með B-liði Faulkner og var á 8 yfir pari, 79 höggum eftir fyrsta hringinn. Sigurður er í 36. sæti eftir 1. dag.

Eins eru meðal þátttakendanna 73 í mótinu klúbbmeistari GKJ 2012, Theodór Karlsson og Ari Magnússon GKG og golflið University of Arkansas at Monticello.  Theodór lék 1. hring á 7 yfir pari, 78 höggum og er í 33.sæti og Ari spilaði á  11 yfir pari, 82 höggum og er í 55. sæti.

Sannkölluð Íslendingaveisla hér á ferð, þar sem 4 Íslendingar taka þátt í einu og sama mótinu!

Til þess að sjá stöðuna í Natural State Golf Classic mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: