Seve er uppáhaldskylfingur Ellerts
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Seve Ballesteros – 9. apríl 2013

Afmæliskylfingur dagsins er uppáhald margra, sem lést langt um aldur fram Severiano Ballesteros. Seve eins og hann var alltaf kallaður var fæddur 9. apríl 1957 í Pedreña, Cantabria, á Spáni og hefði því orðið 56 ára í dag en hann lést 7. maí 2011. Seve gerðist atvinnumaður í golfi 1974, þá aðeins 17 ára. Á ferli sínum vann hann 91 mót þar af 5 risamót, m.a. the Masters fyrir 30 árum (þ.e. 1983).  Seve er sá kylfingur sem unnið hefir flest mót á Evrópumótaröðinni eða samtals 50. Eins vann hann 9 á PGA Tour, 6 mót á japanska PGA og 31 sinnum í öðrum atvinnumannamótum.

Seve hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1999.

Seve var kvæntur Carmen Botín O’Shea á árunum 1988-2004 (þau skildu) og átti með henni 3 börn; 2 syni og 1 dóttur.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Helen Alfredson, 9. apríl 1965 (48 ára)

…. og…..

  • F. 9. apríl 1959 (54 ára)
  • F. 9. apríl 1961 (52 ára)
  • F. 9. apríl 1966 (47 ára)

    Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

    Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is