Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2013 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2013: Steve LeBrun – (24. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA, sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012 í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt þ.e. þátttökurétt á PGA Tour, 2013

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 4.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1.

Nú er komið að 2 strákum sem deildu 2. sætinu: Ross Fisher og Steve LeBrun  Byrjað verður á Steve.

Steve LeBrun fæddist í West Palm Beach, Flórída 15. maí 1978 og er því 34 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Florida Atlantic University, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2000 með gráðu í samskiptum (ens. communications).

Steve LeBrun ásamt eiginkonu sínu og nýfæddu barni

Steve LeBrun ásamt eiginkonu sínu og nýfæddu barni

Nokkrar staðreyndir um Steve LeBrun:

Mesta upplifunin var að setja niður á 17. og 18. holu á Cox Classic og verða valinn einn af topp-10 kylfingum dagsins á ESPN „Topp-10 Plays of the Day.“

Árið 1990 var hann í bandaríska hafnaboltanum.

Árið 2008 fékk hann inngöngu í frægðarhöll Florida Atlantic University.

LeBrun vann eitt sinn sem afleysingakennari.

Hann byrjaði í golfi þegar pabbi hans tók hann með sér á golfvöllinn vegna þess að hann var búinn að fá nóg af hafnarbolta og hefir aldrei snert hafnarboltakylfu eða bolta, hanska o.s.frv. efti það.

Uppáhaldsgolfvöllur hans er TPC Sawgrass.

Steve LeBrun ferðast aldrei án strandsandalanna sinna (flip flops).

Hann er smá hjátrúarfullur þ.e. hann notar aldrei notuð eða tí sem hann finnur á golfvellinum.

Uppáhaldsvefsíðan hans er Yahoo.com; weather.com og allt sem hefir með bandarískan fótbolta að gera og nba.com.

Hann er áhangandi Miami Hurricanes og Miami Dolphins, Boston Celtics og Atlanta Braves.

Uppáhaldssjónvarpsþættir hans eru: Seinfeld og Walking Dead.

Uppáhaldsskemmtikraftur er Common.

Uppáhaldsbók Steve LeBrun er: Golf´s Sacred Journey.

Uppáhaldsíþróttamenn Steve LeBrun eru Ray Allen og Derek Jeter.

Uppáhaldsfrístaðir eru Chicago og Disney World í Orlando.

Hægt er að fylgjast með Steve á Twitter:  @stevielb.

Uppáhaldstæki Steve er:  iPod Touch.

Uppáhaldsöppin hans eru:  Angry Birds, Twitter og fantasy football.

Í pokanum hjá Steve eru: Hnetusmjörs og sultusamlokur og orkustangir.

Draumahollið hans eru Allen, Jerry Seinfeld og Common.

Steve styrkir: St. Jude, kirkjuna sína, Broward Outreach og the American Cancer Society (bandaríska krabbameinsfélagið).