
Viðtalið: Vala Torfadóttir, GO og GKB.
Hún Vala Torfadóttir, GO og GKB, var í golfi ásamt eiginmanni sínum, Ragnari Gíslasyni og vinafólki, Ásthildi Ragnarsdóttur og Jóni Rúnari Halldórssyni, Skírdag, 28. mars 2013, þegar hún sló draumahöggið á par-3 13. braut Strandarvallar á Hellu. Þetta er í fyrsta sinn sem Vala nær að fara holu í höggi og við höggið góða notaði hún 3-tré vegna mikils mótsvinds. Viðtalið í kvöld er við nýjasta Einherja Íslands:
Fullt nafn: Valgerður Torfadóttir.
Klúbbur: Oddur og Kiðjaberg.
Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík, 7. desember 1955.
Hvar ertu alin upp? Í Vogahverfinu í Reykjavík.
Í hvaða starfi ertu? Ég er hönnuður og eigandi verslunarinnar Spaksmannsspjarir.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Við erum fimm, maðurinn minn Ragnar Gíslason sem fékk mig með sér í golfið, dæturnar Klara Rún og Arna Sigurlaug og barnabarnið Ragnheiður Ísadóra. Það er verið að vinna í því að reyna að kveikja áhugann hjá þeim öllum.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? 2008.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Það var til að ég sæi manninn minn eitthvað á sumrin.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Þeir hafa báðir sína kosti og galla. Það er fínt að fá smáskjól af trjánum en annars vilja þau flækjast svolítið fyrir mér.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Kiðjabergsvöllur – frábært útýni og margar mjög skemmtilegar holur. Svo er ég líka mjög ánægð með Odd.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Montecastillo á Spáni og La Pinetine á Ítalíu eru vellir sem eru sterkir í minningunni. Þetta eru vellir með miklu landslagi og mjög gaman að enda hring á holu eins og 18. á Montecastillo.

Útsýnið frá teig á par-5 18. braut Jack Nicklaus hannaða Montecastillo golfvallarins í Andalucia á Spáni er óviðjafnanlegt – Ekki skrítið að brautin sé ein uppáhaldsbraut Völu erlendis!
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Par 3 völlurinn á Villaitana er mjög skemmtilegur , krefjandi og sérstakur.

Frá Villaitana á Spáni – en par-3 völlur golfstaðarins er með þeim sérstakari, sem Vala hefir spilað
Hvað ertu með í forgjöf? 23.7, en í sumar á að taka sig á.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 94 högg á El Valle á Spáni (3 birdie).
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Hola í höggi á Hellu.
Hvenær og hvar fórstu fyrst holu í höggi? Á Skírdag 28. mars 2013 á 13. holu Strandarvallar á Hellu.

Vala fór holu í höggi í fyrsta sinn á par-3 13. holu Strandarvallar á Hellu, á Skírdag 28. mars 2013. Mynd: Í eigu Völu
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Sódavatn og möndlur og ef ég er skipulögð þá tek ég með mér æðislega gott heimatilbúið boost sem í er chili/spínat/engifer/epli/vatn /banana/jarðaber/mynta og lime. Algjör heilsubomba!
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Ballett frá 7 ára til 15 ára.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn eru rjúpur og öll villibráð; Uppáhaldsdrykkirnir eru: engiferöl, vatn og Prosecco; Uppáhaldstónlistin er með Ellý Viljálms, Amy Winehouse og Adele; Uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók: Ég á enga sérstaka uppáhalds kvikmynd eða -bók en get þó nefnt að bækur Stig Larssens “Stúlkan sem lék sér að eldinum” og framhaldið fundust mér frábærar. Fyrsta og síðasta kvikmyndin í þríleiknum voru líka góðar.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Mér finnst gaman að fylgjast með ungu kylfingunum, eins og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Rory Mcllroy.
Hvert er draumahollið? Ég, Bubba Watson á nýja golfbílnum, Rory og Phil Mickelson.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Það er sambland frá því ég byrjaði í golfi, sandwedge, pitching wedge og 8 og 9 járn frá Gallaway. Adams hybride 7 og 5 og Ping 6. Odyssey Two Ballputter og að lokum nýjustu kylfurnar, sem eru Drive, 3 og 4 tré frá Taylor Made RBZ. Uppáhaldskylfurnar eru driverinn og Adams kylfurnar.
Hefir þú verið hjá golfkennara ef svo er hverjum? Já, hjá ýmsum, og nú síðast hjá Sigurði Hafsteinsyni og Björgvini Sigurbergssyni.
Ertu hjátrúarfull? Nei.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Lækka forgjöfina og njóta þess að spila með skemmtilegu og góðu fólki. Og að sjálfsögðu óskar maður þess að fjölskyldu og vinum gangi vel, séu heilbrigð og njóti lífsins.
Hvað finnst þér best við golfið? Félagskapurinn, hreyfingin og útiveran.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Hún er lág.
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Jákvæðni og tillitsemi skipta miklu máli.
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?