Af gráðugum atvinnukylfingum
Sex áhugamenn allt frá hinum 14 ára kínverska Tianlang Guan til hins 34 ára Nathan Smith taka þátt á Masters nú í vikunni. Þar af spila 5, Guan (sigurvegari Asian Amateur); Alan Dunbar (sigurvegari British Amateur), Steven Fox (sigurvegari US Amateur), T.J. Vogel (sigurvegari US Amateur Public Links) og Michael Weaver (sem varð í 2. sæti í US Amateur Public Links) í fyrsta sinn á Masters. Þátttaka áhugamanna á the Masters er söguleg og byggist á hefð. Nú hafa tveir atvinnumenn á PGA Tour, Matt Every og Charlie Beljan stigið á stokk (svo fremi sem það er hægt á Twitter) og tjáð sig um það að þeim finnist fjöldi áhugamanna Lesa meira
Hvað er þetta?
Fyrirbærið lítur út eins og ein af árásar-og varnarþyrlum (drones) Obama forseta. Eða risakönguló á himninum? Hvað er þetta eiginlega kunna sumir að spyrja? Þetta er nýjasta tækni til þess að taka upp allt sem fram fer á golfvöllum heims og tryggja að áhorfendur sem sitja heima í sófum sínum, fái besta fréttaflutning af öllu sem fram fer á risamótum golfsins s.s. the Masters.
Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG í 3. sæti – Sunna í 25. sæti á Lady Seahawk
Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og Elon tóku þátt í Lady Seahawk Classic mótinu, sem fram fór í River Landing, í Wallace, Norður-Karólínu, nú um helgina þ.e. dagana 6.-7. apríl 2013 Þátttakendur voru 74 frá 14 háskólum. Berglind og UNCG höfnuðu í 3. sæti í liðakeppninni. Berglind varð í 50. sæti í einstaklingskeppninni en var á 4. besta skori liðs síns þannig að það taldi í glæsiárangri UNCG í liðakeppninni! Berglind lék hringina 3 á samtals 28 yfir pari, 244 höggum (83 81 80) og bætti Berglind sig með hverjum hring! Sunna var á næstbesta skorinu í liði sínu Elon, sem hafnaði í 9. sæti í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel í 4. sæti á Old Waverly eftir 1. dag
Axel Bóasson, GK, og golflið Mississippi State taka þátt í Old Waverly Collegiate Championship, sem fram fer á West Point í Mississippi dagana 8.-9. apríl. Þátttakendur eru 78 frá 14 háskólum. Nú í kvöld voru fyrstu tveir hringirnir spilaðir. Axel lék hringina tvo á samtals 2 undir pari, 142 höggum (72 70) og var á besta skori af liði sínu, sem er í 1. sæti í liðakeppninni!!! Axel er í 4. sæti í einstaklingskeppninni og munar aðeins 4 höggum á honum og þeim sem er í efsta sæti Emerson Newsome frá Cinncinati. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Axel!!! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Old Waverly Collegiate Lesa meira
Viðtalið: Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri GL.
Viðtalið í kvöld er við nýráðinn framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis á Akranesi: Fullt nafn: Guðmundur Sigvaldason. Klúbbur: GL. Hvar og hvenær fæddistu? Á Akranesi, 11.ágúst 1971. Hvar ertu alinn upp? Á Akranesi. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég hef verið félagi í GL frá árinu 2006 en hafði prófað að spila eitt eða tvö sumur sem barn/unglingur og fékk einhverra hluta vegna ekki áhugan þá sem til þurfti. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Félagsskapurinn og meiri frítími aflögu. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er giftur Jónu Líndal hársnyrtimeistara og á tvö börn, Leó Snæ 15 ára og Ólöf Rún 12 ára. Konan Lesa meira
GK: Vinna hafin við nýja 13. holu
Fimmtudaginn 4. apríl s.l. hófst vinna við mótun á nýju 13. holunni á Hvaleyrinni, golfvelli Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Holan mun liggja syðst á umráðasvæði golfklúbbsins Keilis á Hvaleyri. Brautin mun liggja meðfram Miklaholti, frá vestri til austurs, að bátaskýlum við Hvaleyrarlón. Holan á að vera stutt par-4 hola, sem á að leyfa högglengri kylfingum að taka áhættu, og leika á flöt í upphafshöggi. Markmiðið er þó að gera mönnum lífið leitt sem áhættuna taka, sé upphafshöggið ekki að lenda á réttum stað. Fyrir meðal kylfingin verður opin leið að flöt, en hættur sem taka á móti séu menn illa staðsettir. Holan á því að vera hola þar sem menn Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Louise Larsson – (40. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2013: Kris Blanks – (23. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA, sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012 í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt þ.e. þátttökurétt á PGA Tour, 2013 Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 7.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 4. sætinu: Billy Horschel, Richard H. Lee og Kris Blanks. Tveir fyrrnefndu hafa þegar verið kynntir og Lesa meira
Bestu höggin á Masters (2. af 5)
The Masters 2013 hefst í þessari viku og því kominn sá tími þegar skyggnst er um öxl og afrek fyrri Masters móta rifjuð upp. Þau eru fá höggin á Masters risamótinu sem jafnast á við trjáhögg Phil Mickelson á 13. braut á Masters 2010. Hann átti val um að vera djarfur eða varfærinn, en seinni kosturinn er yfirleitt sá ákjósanlegasti á risamótunum, sérstaklega the Masters, sem þykir þolinmæðismót frá upphafi til enda. Höggið er allt annað en varfærið… og það tókst….. og er því eitt af eftirminnilegri höggum the Masters. Til þess að sjá 2. högg Phil Mickelson á 13. holu Augusta National á the Masters 2010 SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2013
Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964 og er félagi í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega punkta. Margrét er gift Helga Lesa meira










