Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2013 | 14:00

Bestu höggin á Masters (3. af 5)

Í gær opnuðust dyrnar að Augusta National því 77. Masters mótið fer fram í þessari viku.

Af því tilefni er ekki úr vegi að skyggnast um öxl og rifja upp einhver eftirminnilegustu og bestu höggin, sem slegin hafa verið á the Masters.

Eitt þeirra er sögufrægt teighögg Gullna Bjarnarins, Jack Nicklaus, á 16. holu the Masters 1986, sem var síðasta Masters mótið, sem Nicklaus sigraði á og reyndar einnig 18. og síðasta risamótið sem hann vann; þá 46 ára, sem er aldursmet á Masters!

Lokahringurinn hans upp á 7 undir pari 65 högg er m.a. eftirminnilegur fyrir hvernig hann lék lokaholurnar en hann lék seinni 9 á 6 undir pari, 30 höggum!

Til þess að sjá teighögg Jack Nicklaus á 16. braut Augusta National á Masters 1986 SMELLIÐ HÉR: