Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2013 | 08:45

Stricker: „Er ekki nógu góður“

Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker, nr. 8 á heimslistanum, viðurkennir að leikur hans henti ekki Augusta National.

Í síðustu 7 Masters mótum sem hann hefir tekið þátt í hefir hann aðeins 1 sinni verið meðal efstu 10 og fyrir 12 mánuðum í Georgíu var hann T-47.

Hinn 46 ára Bandaríkjamaður (Stricker) er ekki sá lengsti af teig á PGA Tour.  Um þátttöku sína í Masters sagði hann: „Ég hef fyrir mestan part átt í ströggli hér (á Masters). Það eru enn nokkrir hlutir sem ég hef bara ekki ráðið við.“

„Eða ég hef komist hingað (á Masters)  á minn eiginn hátt, hugsa ég, nokkrum sinnum, líka.“

„Ég hef bara ekki verið skuldbundinn höggunum mínum, eða ákveðnum línum. Vitið þið svo er þessi staður bara svolítið yfirþyrmandi stundum líka, hugsa ég.“

„Maður verður að spinna boltann hér og ég spinn boltann ekki.“

„Ég er með háa bolta en ekki með miklu af spinni og það held ég að sé neikvætt fyrir mig, hér.“

„Og ég tek venjulega einum eða tveimur kylfunúmerum meira en þessar sleggjur.“

Um æfingahring sinn í gær sagði Stricker: „Ég var að slá vel í dag og líður vel með það sem ég er að gera.“

„Þetta er dæmigert fyrir hvernig ég hef komið til leiks í ár. Ég kem inn ferskur, afslappaður og mér finnst ekki vera nein pressa á mér, sem er fínt.“