Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2013 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Emily Taylor – (41. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 4-30 í Lalla Aicha Tour School 2013. Nú verða þær 2 kynntar næst sem deildu 2. sætinu þ.e. Nikki Campbell og Emily Taylor. Við byrjum á Emily:

Fullt nafn: Emily Taylor.

Ríkisfang: ensk.

Fæðingardagur: 20. september 1994 (18 ára)

Fæðingarstaður: Preston.

Gerðist atvinnumaður í golfi: 1. janúar 2013.

Hæð:  1,68 m.

Hárlitur: Brúnn.

Augu: Blá.

Byrjaði í golfi: 31. ágúst 2002 (7 ára).

Mesti áhrifavaldurinn í golfinu: Afi. Hann fór með hana á æfingasvæðið og kenndi henni skv. bókinni: ‘Tiger Woods How I play Golf’.

Fyrsti þjálfarinn (fyrir utan afa): Jane Forret í Clitheroe golfklúbbnum.

Áhugamál: Að fara út með hundinum sínum, tónlist, kvikmyndir og ræktin.

Hápunktar á áhugamannsferli: Sigraði á English Girls U18 Championship 2012; írskur meistari í höggleik, sigraði í British Amateur Open Strokeplay U18;  var fulltrúi Englands í World Amateur Team Championship. Lék á Ricoh Women´s British Open risamótinu 2012.  Vann fyrsta stigið í undanúrslitakeppni fyrir Ricoh WBO.

Hápunktar ferilins: Að spila á Ricoh Women´s British Open á Royal Liverpool, í holli með Lauru Davies og Carlottu Ciganda.

Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: T-2.