Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2013 | 07:00

Ted Potter Jr. vann par-3 mótið

Það var Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. sem sigraði í par-3 keppninni, sem fram fór í gær á Augusta National, en mótið hefir verið undanfari aðalmótsins og leikið deginum fyrir það, allt frá árinu 1960. Tveimur kylfingum tókst jafnframt að fara holu í höggi: Ben Crenshaw á 7. holu og Nick Watney á 9. holu. Það voru 5 kylfingar sem voru efstir og jafnir á par-3 mótinu: Ted Potter Jr., Ernie Els, Matt Kuchar, Nick Watney og Phil Mickelson, allir á 4 undir pari, 23 höggum og því varð að fara fram bráðabani, þar sem Potter hafði sigur á 2. holu í viðureign við Kuch og Phil, en Ernie Els og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 14:00

Bestu höggin á Masters (4. af 5)

The Masters hefst á morgun. Hér fer enn eitt höggið í upprifjun á einhverjum bestu höggum sem slegin hafa verið á the Masters risamótinu í gegnum tíðina. Mótið á morgun er það 77. og því mörg glæsihöggin, sem slegin hafa verið, en það sést best þegar saga mótsins í heild er rifjuð upp. Eitt ótrúlegasta högg, sem sést hefur er högg Bubba Watson á 2. holu umspils við Louis Oosthuizen, um græna jakkann í fyrra, 2012. Það þarf gríðarlegan kraft til þess að geta náð fram slíku sveigjuhöggi sem Bubba sló og óvíst hvort rétthentur kylfingur hefði getað náð því. Hér er vert að rifja upp glæsihögg Bubba, sem slegið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 13:00

Bubba með einfaldan mat

Bubba Watson hélt sér við matarhefðir í Suður-Bandaríkjunum, þegar hann bauð til Masters Champion Dinner í gær, s.s. hefð er fyrir að sigurvegarar fyrri árs á the The Masters gera. Og hann hélt matnum einföldum.  Meðan að margir sigurvegarar hafa lagt sig í líma við að vera með marga smáa forrétti, þrjár tegundir af salötum, bouche amuse og Guð má vita hvað, þá réði einfaldleikinn lögum og lofum…. sem mörgum fannst bara alls ekki slæmt…. Á matseðlinum hjá Bubba var Ceasar salat í forrétt. Í aðalrétt voru grillaðar kjúklingabringur með kartöflumús, grænum baunum, maís og makkarónum í osti (ens. Macaroni and Cheese) og kornbrauði. Í desert var confetti kaka með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 12:30

Hvernig Elin og Chris Cline kynntust

Þegar Tiger fór að slá sig upp með skíðadrottningunni Lindsey Vonn, var golffjölmiðlum lengi búið að gruna að eitthvað væri í gangi milli þeirra, sem flestum fannst hljóta nokkurrar staðfestingar í því að einkaþota kappans var send frá Bandaríkjunum eftir Vonn eftir að hún datt á skíðum í Schladmig, Austurríki. Síðan var tilkynnt um sambandið á öllum helstu samskiptamiðlum með myndum og tilheyrandi. Miklu minna fór fyrir fréttum af því að fyrrverandi eiginkona Tiger,  Elín Nordegren væri byrjuð  með billjónamæringnum Chris Cline og fráleitt að það væri auglýst eins og samband Tiger.  Svarið við hvernig Elín og Chris Cline kynntust er sáraeinfalt. Elín byggði sér $12 milljón dollara glæsihýsi beint Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Þórðarson – 10. apríl 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Þórður Þórðarson. Hann er fæddur 10. apríl 1972 og á 41 árs afmæli í dag!  Þórður er knattspyrnuþjálfari ÍA á Akranesi og í Golfklúbbnum Leyni. Hann spilar af og til golf milli þess sem hann þjálfar hjá ÍA.  Þórður er kvæntur Íris Björgu Þorvarðardóttur og á 3 börn: Þórð, Stefán Teit og Katrínu. Hér má komast á heimasíðu afmæliskylfingsins: Þórður Þórðarson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þórunn Högna F. 10. apríl 1975 (38 ára) Elín Illugadóttir F. 10. apríl 1967 (46 ára) Sverrir Haraldsson F. 10. apríl 1951 (62 ára) Mjallarföt Íslensk Hönnun F. 10. apríl 1992 (21 árs) Grindavíkurbær – Góður Bær F. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 10:30

Bubba felldi tár – myndskeið

Bubba Watson sigurvegari the Masters 2012 er tilfinningaríkur kylfingur í meira lagi. Í gær á blaðamannafundi fyrir the Masters risamótið, sem hefst á Augusta National á morgun,  gat hann ekki haldið aftur af tárunum þegar hann rifjaði upp sigurinn á the Masters í fyrra. Reyndar rúlluðu tárin svo ört niður kinnarnar að hann varð að gera hlé til þess að ná stjórn á sjálfum sér. Táraflóðið hófst þegar Bubba var spurður að því hvað hann hefði gert við græna jakkann. Best er að sjá bara myndskeiðið af Bubba á blaðamannafundi fyrir Masters 2013  SMELLIÐ HÉR:  Mönnum er eflaust minnisstætt að Bubba grét eftir sigurinn á the Masters 2012 en sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 09:30

GSÍ: Fjölsótt héraðsdómaranámskeið

Í gær, 9. apríl 2013,  var haldinn 1. fyrirlestur af fimm 3 tíma fyrirlestrum, sem eru til undirbúnings prófs héraðsdómara í golfíþróttinni. Fyrirlesarar voru Hörður Geirsson, alþjóðadómari og Sigurður Geirsson, alþjóðadómari og formaður dómaranefndar GSÍ. Farið var ítarlega í 8 valdar golfreglur og þær skýrðar m.a. með skilgreiningum á hugtökum sem þær byggja á  og með myndskeiðum og þ.a.l. raunhæfum tilvikum beitingar þeirra. Fundurinn var fjölsóttur af á 3. tug héraðsdómarakandídata, sem hyggjast þreyta próf, sem haldin verða 20. og  30 apríl n.k. Fyrsti fyrirlesturinn átti að standa frá kl. 19:00-22:00, en margar fyrirspurnir og líflegar umræður um hinar ýmsu golfreglur og einstaka þætti þeirra urðu til þess að fyrsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals í 7. sæti – Stefanía Kristín og Pfeiffer í 15. sæti á Agnes McAmis

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens, „The Royals“ og klúbbmeistari GA 2012 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og  golflið Pfeiffer „The Falcons“ luku í gær leik á Agnes McAmis Memorial mótinu, en það fór fram í Greenville, Tennessee. Mótið var tveggja daga, haldið 8.-9. apríl s.l. og þátttakendur voru 96 frá 17 háskólum. Íris Katla lék hringina 2 á mótinu á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (81 80) og varð í 27. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni urðu „The Royals“ í 7. sæti og taldi skor Írísar Kötlu. Stefanía Kristín var á samtals 23 yfir pari, 167 höggum (82 85) og varð í 50. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni urðu „The Lesa meira

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel og félagar luku leik í 1. sæti á Old Waverly

Axel Bóasson, GK,  og golflið Mississippi State tóku þátt í Old Waverly Collegiate Championship, en mótið fór fram á West Point í Mississippi dagana 8.-9. apríl og lauk því í gær. Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum. Skemmst er frá því að segja að golflið Mississippi State varð í 1. sæti í mótinu, en þetta er í 4. sinn frá því í október á síðasta ári sem golflið Mississippi State hafnar í 1. sæti. Axel var á 2. besta skorinu og taldi það því í glæsiárangri liðsins! Axel varð í 10. sæti í einstaklingskeppninni; lék á samtals 217 höggum (72 70 75). Næsta mót Axels og félaga er SEC, sem fram fer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 08:00

Frábært vídeó með Eygló Myrru

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO er við nám og leikur með golfliði University of San Francisco (USF). Hún útskrifast 18. maí n.k. frá USF og er að taka þátt í síðustu mótum sínum í bandaríska háskólagolfinu nú 15.-17. apríl n.k. þegar hún leikur í West Coast Conference Championship í Gold Mountain golfklúbbnum í Bremerton í Washington ríki. Eygló lék nú nýlega í frábæru kynningarmyndbandi fyrir golfdeild háskóla síns og má sjá það með því að SMELLA HÉR: