Golfreglur: Í vatnstorfæru
Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Kylfingur í höggleikskeppni slær bolta sinn í vatnshindrun. Kylfingurinn beitir reglu 26-1b þar sem segir: „Finnist bolti í vatnstorfæru eða það er vitað eða nánast öruggt að bolti sem ekki hefir fundist er í vatnstorfærunni (hvort sem boltinn liggur í vatni eða ekki) má leikmaðurinn gegn 1 vítahöggi: b. Láta boltann falla aftan við Lesa meira
PGA: 3 í forystu á RBC Heritage
Það eru Kanadamaðurinn Steve LeBrun og Bandaríkjamennirnir Kevin Streelman og Charley Hoffman sem leiða á RBC Heritage mótinu í Suður-Karólínu. Þeir eru búnir að spila hringina tvo á 6 undir pari, 136 höggum; LeBrun (68 68); Streelman (66 70) og Hoffaman (66 70). Fjórða sætinu deila Luke Donald og Bill Haas aðeins 1 höggi á eftir forystunni. Í 6. sæti er hópur 7 kylfinga, þ.á.m. Graeme McDowell, sem allir eru búnir að leika á samtals 4 undir pari, hver. Tólf kylfingar deila loks 13. sætinu þ.á.m. Martin Kaymer og Camilo Villegas, allir á samtals 3 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 3. hring RBC Heritage Lesa meira
LPGA: Pettersen efst f. lokhringinn á Hawaii
„Norska frænka okkar“ Suzann Pettersen heldur enn forystunni fyrir 4. og síðasta hring LPGA Lotte Championship, sem fram fer á Hawaii. Hún er búin að leika á samtals 14 undir pari, 202 höggum (65 69 68) og hefir 1 högga forystu á Hee Kyung Seo, sem er í 2. sæti. Í þriðja sæti er sú sem á titil að verja Ai Miyazato frá Japan á samtals 11 undir pari og í 4. sæti er Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu á samtals 10 undir pari. Fimmta sætinu deila Lizette Salas, Ariya Jutanugarn og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Stacy Lewis á samtals 9 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira
Evróputúrinn: Uihlein efstur þegar Open de España er hálfnað
Þegar Open de España er hálfnað er það bandaríski Titleist erfinginn Peter Uihlein sem leiðir en hann er búinn að leika á samtals 6 undir pari, 138 höggum (79 68). En forystan er naum aðeins 1 högg skilur Uihlein og Raphäel Jaquelin, Rickard Karlberg og Felipe Aguilar, sem allir hafa leikið á samtals 5 undir pari, 139 höggum. Hópur 5 kylfinga deilir síðan 5. sætinu á samtals 4 undir pari, hver en þeirra á meðal er Daninn Morten Örum Madsen. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru Robert Rock, Miguel Ángel Jiménez (líklega ekki búinn að ná sér eftir skíðaslysið og fótbrotið) og Pablo Larrázabal. Til þess að Lesa meira
Snedeker um gengið á the Masters
Í gær hófst á PGA Tour RBC Heritage mótið og fer það fram í Harbour Town Golf Links á Hilton Head, Suður-Karólínu. Meðal keppenda er bandaríski kylfingurinn Brandt Snedeker sem var í forystu fyrir lokahring the Masters risamótsins, en glutraði síðan forystunni niður og var ekkert nema skugginn af Ángel Cabrera, sem spilaði með honum í lokahollinu. Á blaðamannafundinum fyrir RBC var Snedeker spurður úti í gengi sitt á the Masters 2013. Hér fara spurningar blaðamanna og svör Snedeker: Blaðamaður: Afsakaðu að ég skuli spyrja þig strax að þessu (gengi Snedeker á the Masters risamótinu s.l. helgi) BRANDT SNEDEKER: Allt í lagi. Ég vissi að von væri á þessu Blaðamaður: Samanborið Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Matteo Manassero – 19. apríl 2013
Það er ítalski kylfingurinn Matteo Manassero sem er afmæliskylfingur dagins. Manasero er fæddur 19. apríl 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Golf 1 hefir kynnt afmæliskylfing dagsins í 4 greinum, sem rifja má upp með því að smella á eftirfarandi: MANASSERO 1; MANASSERO 2; MANASSERO 3; MANASSERO 4; Matteo Manassero tók þátt í the Masters risamótinu s.l. helgi, var í ráshóp með kínverska undraunglingnum Guan Tianlang og tvöföldum risamótsmeistara Ben Crenshaw. Því miður komst Manassero ekki í gegnum niðurskurð. Nú um helgina er hann kominn til Valencia á Spáni, þar sem hann tekur þátt í Open de España. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel og Mississippi State hefja leik í dag á SEC Championship
Axel Bóasson, GK og „the Bulldogs“ golflið Mississippi State hefja leik í dag á SEC Championship. Leikið er á Seaside golfvellinum í Sea Island golfklúbbnum á St. Simmons Island í Georgíu, dagana 19.-21. apríl 2013 Þátttakendur eru 70 frá 14 háskólum. Fylgjast má með gengi Axels og Mississippi State með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn hefur leik í dag á ACC Championship
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest hefja í dag leik á ACC Championship. Mótið fer fram á golfvelli Sedgfield Country Club í Greensboro, Norður-Karólínu, dagana 19.-21. apríl 2013. Þátttakendur eru 45 frá 9 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar og Wake Forest SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Suzann Pettersen efst þegar Lotte mótið er hálfnað á Hawaii
Það er „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen sem er efst þegar LPGA Lotte Championship á Hawaii er hálfnað. Suzann er samtals búin að spila á 10 undir pari, 134 höggum (65 69). Í 2. sæti er sú sem á titil að verja, japanska golfdrottningin Ai Miyazato, fv. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna. Ai hefir leikið samtals á 9 undir pari, 135 höggum (67 68). Þriðja sætinu deila síðan 3 góðar Beatriz Recari frá Spáni og Hee Kyung Seo og Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu, allar á samtals 7 undir pari, hver. Fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum Stacy Lewis frá Bandaríkjunum er ein í 6. sæti á samtals 6 undir pari Lesa meira
Golfreglur: Af óviðkomandi á púttflöt
Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Keppandi í höggleikskeppni er að pútta á einni púttflötinni í mótinu. Á meðan bolti hans er á hreyfingu kemur hundur aðvífandi og tekur golfboltann í kjaft sér, þar sem hann heldur að um leik sé að ræða, hleypur með hann nokkra hringi á flötinni og setur hann síðan niður á holubrúninni. Hvernig dæmist? A. Lesa meira










