Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2013 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Matteo Manassero – 19. apríl 2013

Það er ítalski kylfingurinn Matteo Manassero sem er afmæliskylfingur dagins. Manasero er fæddur 19. apríl 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!!

Golf 1 hefir kynnt afmæliskylfing dagsins í 4 greinum, sem rifja má upp með því að smella á eftirfarandi: MANASSERO 1;   MANASSERO 2;  MANASSERO 3; MANASSERO 4; 

Matteo Manassero tók þátt í the Masters risamótinu s.l. helgi, var í ráshóp með kínverska undraunglingnum Guan Tianlang og tvöföldum risamótsmeistara Ben Crenshaw. Því miður komst Manassero ekki í gegnum niðurskurð. Nú um helgina er hann kominn til Valencia á Spáni, þar sem hann tekur þátt í Open de España.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:
 

F. 19. apríl 1939, GK (74 ára)
F. 19. apríl 1994 (19 ára)

F. 19. apríl 1970 (43 ára)

F. 19. apríl 1976  (37 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is