Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2013 | 08:45

LPGA: Pettersen efst f. lokhringinn á Hawaii

„Norska frænka okkar“ Suzann Pettersen heldur enn forystunni fyrir 4. og síðasta hring LPGA Lotte Championship, sem fram fer á Hawaii.

Hún er búin að leika á samtals 14 undir pari, 202 höggum (65 69 68) og hefir 1 högga forystu á Hee Kyung Seo, sem er í 2. sæti.

Í þriðja sæti er sú sem á titil að verja Ai Miyazato frá Japan á samtals 11 undir pari og í 4. sæti er Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu á samtals 10 undir pari.

Fimmta sætinu deila Lizette Salas, Ariya Jutanugarn og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Stacy Lewis á samtals 9 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna í heild á LPGA Lotte Championship SMELLIÐ HÉR: