Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2013 | 07:00

GN: Árni Guðjónsson og Brynja Garðarsdóttir hlutu Starfsmerki UÍA

Á ársþingi UÍÁ um helgina var Árni Guðjónsson „yfirsmiður“ Golfklúbbs Norðfjarðar sæmdur Starfsmerki UÍA. Árni er mjög vel að þessum heiðri kominn, enda drifkrafturinn í öllu uppbygingarstarfi GN frá því innrétting golfskálans hófst á haustdögum 1998. Hann hefur síðan stjórnað öllum byggingarframkvæmdum klúbbsins – innrétting golfskálsns, bygging véla- og áhaldageymslu, smíði palls við golfskálann, smíði og uppsetning á aðstöðu við æfingasvæðið og nú í vetur breyting á golfskálanum að innan. Öllu þessu hefur hann sinnt af áhuga og dugnaði í sjálfboðavinnu, auðvitað í samstarfi við aðra klúbbfélaga. Árni var á árinu 2005 sæmdur silfurmerki GSÍ fyrir störf sín í þágu klúbbsins. Allir eiga þeir Árni og félagar ómældar þakkir skildar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2013 | 01:15

PGA: Brian Davis leiðir á RBC – Hápunktar og högg 1. dags

Það er enski kylfingurinn Brian Davis, sem tekið hefir forystuna á RBC Heritage mótinu sem hófst á Hilton Head í  Suður-Karólínu í kvöld. Davis lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti eru Bandaríkjamennirnir Kevin Streelman og Charley Hoffman aðeins 1 höggi á eftir á 5 undir pari, 67 höggum. Jafnir í 4. sæti eru síðan Ástralarnir snjöllu Marc Leishman og Jason Day ásamt Bandaríkjamanninum Johnson Wagner á 4 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna í heild  á RBC Heritage mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2013 | 01:00

PGA: Tiger kylfingur marsmánaðar

Tiger hefir verið útnefndur kylfingur mars mánaðar á PGA Tour. Það sem varð  einkum til þess að hann hlaut þessa heiðursnafnbót eru tveir sigrar hans s.l. mars á PGA Tour:  sá fyrri á  Cadillac Championship og sá síðari á Arnold Palmer Invitational. Hann hlaut 61% atkvæða í netkosningu þar sem menn gátu kosið á milli hans og  D.A. Points, Kevin Streelman og Michael Thompson. Til þess að sjá myndskeið af því hvað leitt hafi til vals  Tigers sem kylfings marsmánaðar SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 21:00

Evróputúrinn: 3 leiða í El Saler

Það eru 3 sem eru efstir og jafnir á Open de España í Parador de El Saler, rétt hjá Valencia á Spáni. Þessir þrír eru Felipe Aguilar frá Chile, Gary Stal frá Frakklandi og Morten Örum Madsen. Þeir eru allir á 4 undir pari, 68 höggum. Hópur 8 kylfinga deilir síðan 4. sætinu aðeins höggi á eftir og í þeim hóp er m.a. Gonzalo Fdez-Castaño. Enn annar hópur er aðeins 2 höggum á eftir forystunni á 70 höggum en í honum er m.a. bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Open de España SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 20:45

Anna Sólveig, Sara Margrét, Hafdís Alda, Gunnhildur og Særós Eva taka þátt í Irish Girls Open

Fimm stúlkur taka þátt í Irish Girls Open í Roganstown Golf & Country Club rétt hjá Dublin á Írlandi. Mótið fer fram 20.-21. apríl 2013. Stúlkurnar sem þátt taka eru: Anna Sólveig Snorradóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir og Hafdís AldaJóhannsdóttir, allar úr Golfklúbbnum Keili og Gunnhildur Kristjánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir úr GKG. Mótið er tveggja daga. Á þeim fyrri eru leiknar 36 holur og komast 50 efstu stúlkurnar í gegnum niðurskurð. Sjá má þátttakendalistann í mótinu með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 20:00

EPD: Þórður Rafn hlaut €240 í verðlaunafé í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í sterku móti, Open Dar Es Salam mótinu í Marokkó, en mótið er hluti af EPD-mótaröðinni þýsku. Mótið stóð dagana 15. -17. apríl og lauk í gær. Leikið var á rauða golfvelli Royal Golf Dar Es Salam í Rabat, í Marokkó. Þórður Rafn komst í gegnum niðurskurð en hann lauk keppni í 45. sæti. Þórður var á samtals 13 yfir pari, 151 höggi (76 75 81) og fékk €  240  í verðlaunafé (sem eru tæp 40.000 íslenskar krónur). Til þess að sjá úrslitin á Open Dar Es Salam mótinu í Marokkó SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og USF luku leik í 5. sæti á WCC Championship

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco luku í gær leik á West Coast Conference Championship, en mótið fór fram í the Gold Coast GC í Bremerton í Washington. Þátttakendur voru 30 frá 6 háskólum. Eygló Myrra lék samtals 38 yfir pari (83 83 88) og var á lakasta skorinu í liði sínu.  Hún varð í 26. sæti í einstaklingskeppninni. Sigurvegarinn í einstaklingskeppninni varð Grace Na. Golflið University of San Francisco varð í 5. sæti í mótinu. Sjá má úrslitin á WCC Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 11:55

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn lauk leik á SSAC Championship í 5. sæti

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012, og „The Eagles“ golflið Faulkner háskólans luku í gær leik á Southern States Athletic Conference (skammst. SSAC) Championships, sem fram fór í Lagoon Park, Montgomery, Alabama, dagana 15.-17. apríl.  Þátttakendur voru 54 frá 11 háskólum. Hrafn lauk leik í 5. sæti í einstaklingskeppninni, en hann var á samtals 1 undir pari, 215 höggum (69 75 71). 8 höggum munaði á Hrafni og þeim sem efstur varð í mótinu í einstaklingskeppninni, Florian Loutre, frá Lee University. Í liðakeppninni urðu „The Eagles“ golflið Faulkner háskóla í 2. sæti og taldi skor Hrafns, sem var á 3. besta skori í liði sínu. Til þess að sjá úrslitin í einstaklingskeppninni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 11:30

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Þorleifsdóttir – 18. apríl 2013

Það er Jóhanna Þorleifsdóttir, GKS, sem er afmæliskylfingur dagsins.  Hún er fædd 18. apríl 1961. Jóhanna er fyrrum formaður Golfklúbbs Siglufjarðar. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins hér: Jóhanna Þorleifsdóttir, GKS F. 18. apríl 1961 (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Anne-Marie Palli, 18. apríl 1955 (58 ára, frönsk, var á LPGA); David Wayne Edwards, 18. apríl 1956 (57 ára, var á PGA); Ian Doig, 18. apríl 1961 (52 ára, kanadískur); Jeff Cook, 18. apríl 1961 (52 árs) …. og ….. List Án Landamæra Listahátíð Ragnar Olafsson F. 18. apríl 1976 (37 ára) Þórey Petra F. 18. apríl 1997 (16 ára) Ólafur Hjörtur Ólafsson Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 10:00

Golfreglur: Skil á skorkorti

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi:  Í höggleikskeppni, gefur mótsnefnd út skorkort þar sem á er rituð forgjöf keppanda að viðbættu nafni hans og dagsetningu. Mótsnefndin skráir ranglega forgjöf keppanda á skorkortið sem 7 í stað 6 og það hefir áhrif á skor hans, þannig að skor hans er betra en ef skor hans væri reiknað skv. lægri forgjöf hans. Lesa meira