Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2013 | 11:45

LPGA: Suzann Pettersen efst þegar Lotte mótið er hálfnað á Hawaii

Það er „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen sem er efst þegar LPGA Lotte Championship á Hawaii er hálfnað.

Suzann er samtals búin að spila á 10 undir pari, 134 höggum (65 69).

Í 2. sæti er sú sem á titil að verja, japanska golfdrottningin Ai Miyazato, fv. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna.

Ai hefir leikið samtals á 9 undir pari, 135 höggum (67 68).

Þriðja sætinu deila síðan 3 góðar Beatriz Recari frá Spáni og Hee Kyung Seo og Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu, allar á samtals 7 undir pari, hver.

Fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum Stacy Lewis frá Bandaríkjunum er ein í 6. sæti á samtals 6 undir pari og 5 deila síðan 7. sætinu m.a. hin unga Ariya Jutanugarn frá Thaílandi, 17 ára, sem leiddi eftir 1. keppnisdag. Þær sem eru T-7 eru allar búnar að leika á samtals 5 undir pari, hver.

Lydia Ko eini áhugamaðurinn í mótinu, 15 ára, flaug í gegnum niðurskurð, er búin að spila á samtals 2 undir pari 142 höggum (71 71) og er T-28.

Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði voru enska golfdrottningin Laura Davies, fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum Cristie Kerr og fyrrverandi W-7 módelið Stacy Prammanasudh.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag LPGA Lotte Championship á Hawaii SMELLIÐ HÉR: