Open de España í beinni
Nú fer fram 3. hringur á Open de España á Parador El Saler golfvellinum í Valencia, en mótið er hluti Evrópumótaraðarinnar. Í 1. sæti eftir 3. dag er Skotinn Marc Warren. Bein útsending frá Open de España hófst kl. 6:30. Sjá má útsendingu í beinni frá Open de España með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Pettersen vann Lotte-mótið
Það var „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen sem sigraði nú rétt í þessu á LPGA Lotte Championship mótinu, sem farið hefir fram á Ko Olina golfvellinum á Hawaii undanfarna 4 daga. Eftir hefðbundnar 72 holu spil var allt jafnt milli Pettersen og hinnar mexíkönsk/bandarísku Lizette Salas, sem enn á eftir að krækja sér í fyrsta sigur sinn á LPGA, en hún var nýliði á mótaröðinni í fyrra. Pettersen var búin að spila á samtals 19 undir pari, 269 höggum (65 69 68 67) sem sagt jafnt og gott golf og búin að vera forystu mestallt mótið. Lizette var sömuleiðis á 19 undir pari, 269 höggum samtals og var því að Lesa meira
PGA: Hoffman leiðir á RBC
Fyrir lokadag RBC Heritage í Suður-Karólínu er það bandaríski kylfingurinn Charley Hoffman, sem tekið hefir forystuna einn. Hoffman er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 202 högggum (66 70 66) og hefir 2 högga forystu á þann sem næstur kemur; Webb Simpson. Í 3. sæti er síðan Kevin Streelman á samtals 8 undir pari og 4. sætinu deila þeir Brendon de Jonge og Graeme McDowell á samtals 7 undir pari, hvor. Í 6. sæti eru 8 kylfingar; allir á samtals 6 undir pari, hver; þ.á.m. eru Camilo Villegas og Ryo Ishikawa og í 14. sæti eru 6 kylfingar allir á samtals 5 undir pari hver en þ.á.m. eru Lesa meira
Rory í nýrri Nike auglýsingu
Rory McIlroy kemur fram í nýrri auglýsingu frá Nike, ásamt þeim Nick Watney, Paul Casey, Kyle Stanley og Suzann Pettersen. Verið er að auglýsa nýjan Nike golfbolta. Kylfingarnir 5 leika sér að því að halda boltanum á lofti með fleygjárnunum sínum. Til þess að sjá nýju Nike auglýsinguna SMELLIÐ HÉR:
Golfgrín á laugardegi
Það var frábær laugardagur til þess að spila golf……. …… en….. konan mín sagði: „Gerðu við þetta þakrennurör í DAG!!!“ „Þetta er búið að sitja allt of lengi á hakanum!“Þannig að ég bauð strákunum í hollinu heim.Einn kom með bliksmiðinn sinn og hinir komu með bjórinn. Það tók okkur 4 tíma, aðallega vegna bjórsins en okkur tókst að gera við rörið!!!“ Konan mín er enn orðlaus…. ég veit bara ekki hversu lengi það ástand varir….
Evróputúrinn: Skotar efstir á Spáni
Eftir 3. hring á Open de España er það Skotinn Marc Warren sem leiðir. Warren er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum (70 70 68). Í 2. sæti er landi Warren, Craig Lee, en hann sem samtals búinn að leika á 6 undir pari, 210 höggum (69 71 70). Þriðja sæti deila Englendingarnir David Horsey og Paul Waring, á samtals 5 undir pari hvor og fimmta sætinu deila 4 kylfingar þ.á.m. forystumaður gærdagsins, Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein, en allir eru þessir í 5. sætinu búnir að spila á samtals 4 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á Open de España eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:
Golfkennsla: Special K í golfi?
Fæstir áhugamenn í golfi gera sér ekki grein fyrir hversu mikilvæg rétt uppstilling er í golfsveiflunni. Golfkennarinn Martin Hall, sem sumir kannast eflaust við af golfkennsluþáttum hans á Golf Channel gefur hér einfalt ráð hvernig rétt staða mjaðma getur auðveldað golfsveifluna. Hall segir suma kalla stöðuna öfugsnúið K eða Special K. Það er best að sjá hvað Martin Hall á við með því að skoða kennslumyndskeið hans, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Golfsveifla Thorbjörn Olesen
Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen er á hraðri uppleið í golfheiminum. Hann var meðal þeirra sem rétt skriðu í gegnum niðurskurð á the Masters risamótinu á 10 högga undanþágunni, sem gengur út á að þeir sem eru tíu höggum eða minna frá þeim sem efstur er komist í gegnum niðurskurð. Þegar mótið var hálfnað var Thorbjörn meðal 10 lægstu í í mótinu en hann lauk keppni meðal 10 efstu þ.e. varð T-6, m.ö.o. deildi 6. sætinu með Brandt Snedeker og hlaut í verðlaunafé $ 278.000,- Hér má skoða fallega sveiflu þessa danska snillings SMELLIÐ HÉR:
Fyrirsagnir í heimspressunni um sigur Scott
Ástralir hafa alla s.l. viku baðað sig í sigri Adam Scott, sem varð fyrstur Ástrala til þess að sigra á the Masters risamótinu. Hvernig skyldi heimspressan hafa fjallað um sigur Scott? Það er alltaf gaman að skoða hvernig aðrir fjölmiðlar taka á svona stórfrétt í golfheiminum. Hér fara fyrirsagnir nokkurra helstu fjölmiðla heimspressunnar í enskumælandi löndum (óþýddar): DAILY EXPRESS (Bretland) Masterful show by Scott – Australian triumphs in play-off DAILY RECORD (Skotland) Adam Scott banishes Aussie Augusta curse in dramatice play-0ff – AUSSIE lands Green Jacket and first Major title after beating veteran Angel Cabrera in shootout on 10th hole. DAILY TELEGRAPH (Bretland) Scott’s brilliance soothes nation’s angst at a Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Árni Sævar Jónsson – 20. apríl 2013
Það er Árni Sævar Jónsson, golfkennari, sem er afmæliskylfingur dagsins. Árni er fæddur 20. apríl 1943 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Árni er einn af okkar albestu golfkennurum en hann hefir kennt mörgum kylfingnum í gegnum tíðina, einkum á Akureyri en líka hjá GKJ þegar hann var í Mosfellsbæ um tíma. Á síðustu árum hefir Árni einkum kennt á Dalvík og eftir að hann kom þangað lét árangurinn ekki á sér standa en telpnasveit GHD hafnaði í 1. sæti í sveitakeppni GSÍ 2011, sem hafði aldrei áður gerst. Telpnasveit GHD 2011, með Árna Jónsson sem þjálfara, eru fyrstu (og sem stendur einu) Íslandsmeistarar sem GHD hefur eignast í Lesa meira










