Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2013 | 09:00

PGA: 3 í forystu á RBC Heritage

Það eru Kanadamaðurinn Steve LeBrun og Bandaríkjamennirnir Kevin Streelman og Charley Hoffman sem leiða á RBC Heritage mótinu í Suður-Karólínu.

Þeir eru búnir að spila hringina tvo á 6 undir pari, 136 höggum; LeBrun (68 68); Streelman (66 70) og Hoffaman (66 70).

Fjórða sætinu deila Luke Donald og Bill Haas aðeins 1 höggi á eftir forystunni.

Í 6. sæti er hópur 7 kylfinga, þ.á.m. Graeme McDowell, sem allir eru búnir að leika á samtals 4 undir pari, hver.

Tólf kylfingar deila loks 13. sætinu þ.á.m. Martin Kaymer og Camilo Villegas, allir á samtals 3 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 3. hring RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: