Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2013 | 17:00

Snedeker um gengið á the Masters

Í gær hófst á PGA Tour RBC Heritage mótið og fer það fram í Harbour Town Golf Links  á  Hilton Head, Suður-Karólínu.

Meðal keppenda er bandaríski kylfingurinn Brandt Snedeker sem var í forystu fyrir lokahring the Masters risamótsins, en glutraði síðan forystunni niður og var ekkert nema skugginn af Ángel Cabrera, sem spilaði með honum í lokahollinu.

Á blaðamannafundinum fyrir RBC var Snedeker spurður úti í gengi sitt á the Masters 2013.

Brandt Snedeker

Brandt Snedeker

Hér fara spurningar blaðamanna og svör Snedeker: 

Blaðamaður:  Afsakaðu að ég skuli spyrja þig strax að þessu (gengi Snedeker á the Masters risamótinu s.l. helgi) 

BRANDT SNEDEKER:  Allt í lagi. Ég vissi að von væri  á þessu

Blaðamaður: Samanborið við þátttöku þína í the Masters 2008, var þetta mót auðveldara? Eða erfiðara?
BRANDT SNEDEKER
:  Ég held að þetta mót hafi verið auðveldara að því leyti að ég veit að ég mun spila á því aftur – mótið árið 2008 var erfitt vegna þess að þá vissi ég það ekki. Þegar ég var stráklingur á túrnum vissi ég ekki hvernig ferill minn myndi verða. Nú hef ég nokkra hugmynd um hvað ég er að gera.  Ég geri mér grein fyrir að þetta er ferli. Ég gerði mikið af hlutum virkilega vel í síðustu viku. Ég var aðeins ekki að pútta vel á sunnudaginn. Ef maður púttar ekki vel á sunnudeginum á Masters, kemur maður ekki til með að vinna. Það skiptir ekki máli hver þú ert. Ég var bara ekki að pútta vel á sunnudaginn, það er allt og sumt.   Ég skil þetta. Og næst myndi ég ekki breyta neinu varðandi síðustu viku, ég var undirbúinn, alla veganna hélt ég það. Það er engu sem ég myndi breyta. Ég myndi gera allt nákvæmlega eins nema aðlaga mig betur að flötunum á sunnudaginn. Það fær mig til að líða betur um þetta. Ég veit að ég er að spila frábært golf.Það er þessvegna sem ég er spenntur fyrir þessari viku. Það er skemmtilegur kafli framundan.

Blaðamaður:  Hvað gerðirðu síðustu tvo daga (15, og 16. apríl (þ.e. mánudaginn eftir the Masters og þriðjudaginn)?  Voru tímar þegar þú varst að keyra hingað niðureftir (til Suður-Karólínu, þann 16. (apríl) að þú fórst yfir allt (á the Masters) í huga þér eða hættir þú alveg að hugsa um mótið.

BRANDT SNEDEKER:  Nei maður ýtir á „replay“ (þ.e. endurspil – fer yfir hlutina í huganum). Maður hugsar tilbaka um það sem maður hefði viljað gera öðruvísi, í kjarnann það sem hefði getað verið. En það er þess vegna sem ég elska að spila í vikunum eftir risamótin eða reyni að gera svo  vegna þess að maður verður að einbeita sér að þeim mótum og hvað maður verður að gera vel til að vinna og spila vel, til þess að eiga möguleika. Það sem ég tek með mér frá the Masters var að ég stóðst markmiðið um að vera að keppa um sigur í risamótunum. Ég var að keppa til sigurs í fyrsta risamóti ársins. Ég átti möguleika á að vinna mótið á síðustu 9 holunum. Ef ég geri það í öllum fjórum risamótinum, þá er mér sama hvað gerist, þá er ég ánægður með hvernig ég spilaði og hvernig ég undirbjó mig fyrir árið.

Blaðamaður: Haltu áfram hér; geturðu leitt okkur í gegnum tilfinningar þínar sunnudaginn eftir að þú gekkst af golfvellinum, hvað þú varst að hugsa og þá líka augljóslega á leiðinni hingað. Og í annan stað: hversu mjög hjálpar það að spila hér (á RBC Heritage mótinu) sérstakleg þar sem þetta er staður þar sem þú hefir náð góðum árangri og í afslöppuðu umhverfi?

BRANDT SNEDEKER:  Sunnudagskvöldið var erfitt. Þannig er það í hvert sinn sem maður hefir tækifæri á að sigra á risamóti og gerir það ekki, sérstaklega the Masters, sem er uppáhaldsmótið mitt, mót sem ég myndi gefa allan ferilinn fyrir að sigra á. Það er erfitt. En ef það er ekki erfitt verð ég að leita að nýrri vinnu. Þetta á að vera erfitt.
Þannig að þegar ég komst í gegnum sunnudagskvöldið þá svaf ég ekkert vel. Mánudaginn vaknaði ég og krakkarnir manns gefa manni ekkert sérlega mikið tækifæri að hugsa um það. Ég keyrði hingað í 4 tíma og krakkarnir öskruðu allan tímann og þá er maður fljótt kominn í tengsl við raunveruleikann.  Þetta var góð meðferð að keyra hingað. Að vera hérna með fjölskylduna, njóta eyjunnar og njóta þess að vera hér. Þegar ég tía upp á fimmtudaginn (í gær) verður þetta (frammistaðan á the Masters) löngu týnd minning.

Blaðamaður.  Hjálpar það að vera hér í stað þess að spila ekki?

BRANDT SNEDEKER:  Örugglega. Þetta (Mótið) hrekur burt allt úr huga manns. Ég geri mér grein fyrir að til þess að spila vel í þessari viku, ég gerði margt gott í síðustu, en ég verð að snúa hausnum á mér þannig að ég einbeiti mér að því hvað þarf að gera til að spila vel hér.  Þetta er algerlega allt öðruvísi golfvöllur, allt aðrar áskoranir og kröfur sem gerðar eru til leiks þíns til þess að spila vel.

Blaðamaður:  Ferð þú að fordæmi Rory McIlroy og Adam Scott?  Báðir hafa átt ömurleg risamót en hafa komið aftur fljótt með sigri á öðrum risamótum?
BRANDT SNEDEKER:
 Það var frábært að sjá Scotty sigra. Ég lít tilbaka á það sem hann gekk í gegnum á Lytham á síðasta ári og hversu erfitt það var fyrir hann. Og að sjá hann koma aftur í ár og spila svo vel, það er gott fyrir golfið, frábært fyrir Adam og ég samgleðst honum.
Og það gefur mér svolítið sjálfstraust að ef maður heldur áfram að knýja dyra þá verði lokið upp. Það var hugmyndin í síðustu viku að ef maður héldi áfram að knýja dyra yrði upp lokið.  Ég trúi því. Það þyrmir ekkert yfir mig vegna neins í síðustu viku. Mér fannst ég aldrei ekki hafa tækifæri á að vinna. Og ég veit að minn tími mun koma (Skyldi hann hafa heyrt þetta hjá Jóhönnu?)

Blaðamaður.  Þú ert svo góður púttari.  Það voru margir (á the Masters) sem áttu í vandræðum með hraða flatanna.  Var það alla vikuna eða bara á sunnudaginn?

BRANDT SNEDEKER:  Þetta var erfitt. Á laugardaginn voru þetta líklega hröðustu flatir sem ég hef spilað á túrnum. Á sunnudaginn þá urðu þær virkilega hægar mínútuna sem það byrjaði að rigna.  Ég var virkilega með þetta á laugardeginum. Mér fannst boltinn rúlla frábærlega hjá mér því ég var búinn að lesa hraðann fullkomlega. Og síðan á sunnudaginn varð maður að snúa öllu við og þær voru virkilega, virkilega hægar. Það var erfitt að pútta vegna þess að ef maður púttar of fast á Augusta getur allt runnið úr höndunum á manni hratt og maður getur púttað 3 metra á einu augnabliki. Allan sunnudaginn treysti maður því ekki að þær (flatirnar) væru hægar. Kannski væri ekkert svona mikill raki á þeim. Og maður var í vörn hvað púttin snerti allan daginn. Þetta var synd því ég var svo vel innstilltur á hraða flatanna á laugardaginn.

Loks má hér líka sjá myndskeið frá blaðamannafundinum fyrir RBC með Brandt Snedeker en hann sagði m.a. að besta meðalið eftir Masters hefði verið að keyra með fjölskylduna á RBC mótið  (í Suður-Karólínu) og slaka á með þeim – börnin gæfu honum ekki mikinn séns á að vera í þunglyndi yfir slæmt gengi sitt á the Masters SMELLIÐ HÉR: