Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2013 | 20:45

Evróputúrinn: Uihlein efstur þegar Open de España er hálfnað

Þegar Open de España er hálfnað er það bandaríski Titleist erfinginn Peter Uihlein sem leiðir en hann er búinn að leika á samtals 6 undir pari, 138 höggum (79 68).

En forystan er naum aðeins 1 högg skilur Uihlein og Raphäel Jaquelin, Rickard Karlberg og Felipe Aguilar, sem allir hafa leikið á samtals 5 undir pari, 139 höggum.

Hópur 5 kylfinga deilir síðan 5. sætinu á samtals 4 undir pari, hver en þeirra á meðal er Daninn Morten Örum Madsen.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru Robert Rock, Miguel Ángel Jiménez (líklega ekki búinn að ná sér eftir skíðaslysið og fótbrotið) og Pablo Larrázabal.

Til þess að sjá stöðuna á Open de España þegar mótið er háflnað SMELLIÐ HÉR: