Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 20:15

Lexi í tölvuleik

Ransóknir sýna að venjulegur táningur í Bandaríkjunum verji u.þ.b. 14 tíma í viku í að spila tölvuleiki. Maður sér ekki hina 18 ára Lexi Thompson oft með stýripinnann í hönd að leika sér í tölvuleik…. tja…. nema hún sé að leika sjálfan sig í nýja Tiger Woods PGA Tour 14 tölvuleiknum frá EA Sports. Lexi var valin að vera ein af 6 leikmönnum af LPGA Tour í nýjustu útgáfunni af leiknum. Það tók heilann dag að búa til högg hennar allt frá drævum að vippum og púttum og öll svipbrigði hennar frá fagni að vonbrigðum og hún var í líkamsbúningi sem var uppfullur af nemum. Hinar af LPGA sem líka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 20:00

Evróputúrinn: Brett Rumford mætir Branden Grace á morgun í 16 manna úrslitum

Skemmtilegri annarri 24 manna umferð lauk á Gary Player hannaða Þrakíu golfvellinum í Búlgaríu sem þykir minna á Pebble Beach í Kaliforníu. Úrslit dagsins má sjá með því að SMELLA HÉR:  Þeir sem spila saman á morgun í 16 manna úrslitum eru eftirfarandi kylfingar: Graeme McDowell og Boo Van Pelt Gonzalo Fdez Castaño og Nicolas Colsaerts Scott Jamieson og Felipe Aguilar Thongchai Jaidee og Peter Hanson Richard Sterne og Chris Wood Branden Grace og Brett Rumford Francesco Molinari og Carl Petterson Shane Lowry og Thomas Aiken  

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 17:00

Viðtal Feherty við Garcia – myndskeið

Þeim á Aussiegolfer.net fannst hálf illa farið með Sergio Garcia s.l. viku. Hann missti niður gott forskot á the Players á næstsíðustu holunni, þegar hann setti tvo bolta í vatnið og síðan allt uppnámið í kringum Tiger, þar sem Garcia stóð eftir sem sjálfsvorkunnargjörn, væluskjóða, sem var að kenna öðrum um mistök sín. Þannig að grafið var upp gamalt viðtal Feherty við Sergio Garcia. Þar er farið yfir feril Sergio Garcia og hann er virkilega viðkunnanlegur.  Í viðtalinu sést líka hvað Garcia hefir afrekað mikið ungur að árum. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 12:20

Afmæliskylfingur dagsins: Tinna Jóhannsdóttir -17. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er atvinnukylfingurinn Tinna Jóhannsdóttir. Tinna er fædd 17. maí 1986 og er því 27 ára í dag.  Hún er í Golfklúbbnum Keili. Lesa má nýlegt viðtal Golf 1 við Tinnu með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Tim Sluiter 17. maí 1979 (34 ára); Hunter Mahan 17. maí 1982, heimsmeistari í holukeppni 2012 (31 árs) …. og ….. Ólöf Ásta Farestveit (44 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 12:00

13 mót -750 þátttakendur á morgun!

Golfsumarið er svo sannarlega byrjað …… og á morgun, laugardaginn 18. maí 2013 fara fram 13 mót. Fyrsta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fer fram á Húsatóftavelli í Grindavík og eru 58 skráðir í mótið þar af 2 telpur. Í Þorlákshöfn fer fram fyrri dagur Íslandsbankamótaraðarinnar og þar eru 130 börn og unglingar skráðir til leiks 98 karlkyns þátttakendur þar af 31 strákur, 39 drengir og 28 piltar. Kvenkyns þátttakendur eru 32 þar af 6 stelpur, 18 telpur og 8 stúlkur. Þrjú innanfélagsmót eru  haldin á morgun: Opnunarmót Grafarholts hjá GR (156 skráðir í það) Bikarmótið hjá GVS (13 sem keppa í því móti) og Vormót GOS (22 skráðir þar). Tvö Texas Scramble Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 02:30

LPGA: Lexi og Ji leiða í Mobile

Í gær hófst á LPGA mótaröðinni Mobile Bay LPGA Classic mótið, í Mobile, Alabama. Eftir 1. hring eru það bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson og Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu sem leiða, en báðar voru á 65 höggum. Ein í 3. sæti er bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda aðeins 1 höggi á eftir, á 6 undir pari, 66 höggum. Fjórða sætinu deila 7 kylfingar sem allar voru á 5 undir pari, 67 höggum: Nicole Castrale, Mina Harigae, Dewi Claire Schreefel, Thidapa Suwannapura, Hee Young Park, Jennifer Johnson og Chella Choi.  Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á Mobile Bay LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 02:00

PGA: Bradley efstur á HP Byron Nelson – Hápunktar og högg 1. dags

Það er Keegan Bradley, sem leiðir eftir 1. hring HP Byron Nelson mótsins sem hófst í gær og er mót vikunnar á PGA Tour.  Spilað er á TPC Four Season golfstaðnum, í Irving, Texas. Bradley setti nýtt vallarmet, með höggunum 60, sem hann var á, þrátt fyrir að vera með 2 skolla á skorkortinu.  Á skorkortinu hans voru 1 örn, 10 fuglar, 5 pör og eins og segir 2 skollar. Í 2. sæti 3 höggum á eftir er Charl Schwartzel á 63 höggum og þriðja sætinu deila 3 kylfingar: Robert Karlsson, Harris English og Ted Potter Jr. á 64 höggum, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag HP Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 23:00

Ólafur náði ekki niðurskurði

Ólafur Björn Loftsson, NK, komst ekki í gegnum niðurskurð á Palisades Classic mótinu, sem er hluti af eGolf Professional mótaröðinni, en mótið fer fram á golfvelli Palisades CC, í Charlotte, Norður-Karólínu og stendur dagana 15.-17. maí 2013. Ólafur Björn lék á samtals 1 undir pari, 145 höggum (70 75). Það er einkum slakur seinni hringur upp á 75 högg sem olli því að Ólafur Björn náði ekki niðurskurði en hann var 3 höggum frá því að komast í gegn. Á 2. hring sínum fékk Ólafur Björn 2 fugla, 12 pör, 3 skolla og 1 skramba. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Palisades Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel á næstbesta skori Mississippi State eftir 1. dag í svæðisúrslitum

Axel Bóasson og golflið Mississippi State léku 1. hring  í svæðisúrslitum í Baton Rouge, Louisiana (á ensku NCAA Baton Rouge Regional)  í dag.  Svæðamót háskólanna  fara fram á 6 stöðum víðsvegar um Bandaríkin og markmiðið er að komast í landsúrslitin. Þátttakendur eru 75 frá 13 háskólum Lið Mississippi State er í næstneðsta sæti eftir 1. hring af háskólaliðunum. Axel er á næstbesta skori Mississippi State, lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 höggum og deilir 32. sætinu í einstaklingskeppninni. Á hringnum fékk Axel 3 fugla, 9 pör, 5 skolla og 1 skramba.   Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á NCAA Baton Rouge Regional SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 19:30

Evróputúrinn: Poulter farinn heim

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er er  Volvo World Match Play Championship, sem er fyrsta mótið á mótaröðinni sem fram fer á þeim sögufræga stað, Þrakíu í Búlgaríu. Það eru 24 kylfingar sem eigast við í þriggja manna riðlum:  Thomas Aiken, Felipe Aguilar, Kiradech Aphibarnrat, George Coetzee, Nicolas Colsaerts, Jamie Donaldson, Gonzalo Fdez-Castaño, Stephen Gallacher, Branden Grace, Peter Hanson, Thongchai Jaidee, Scott Jamieson, Shane Lowry, Graeme McDowell, Francesco Molinari, Geoff Ogilvy, Thorbjörn Olesen, Carl Petterson, Ian Poulter, Henrik Stenson, Richard Sterne, Boo Van Pelt, Chris Woods og Brett Rumford. Einu úrslit dagsins, sem komu á óvart er að Thaílendingurinn Thongchai Jaidee bar sigurorð af holukeppnisheimsmeistaranum fyrrverandi Ian Poulter 3&2 og Poulter því Lesa meira