Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 19:30

Evróputúrinn: Poulter farinn heim

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er er  Volvo World Match Play Championship, sem er fyrsta mótið á mótaröðinni sem fram fer á þeim sögufræga stað, Þrakíu í Búlgaríu.

Það eru 24 kylfingar sem eigast við í þriggja manna riðlum:  Thomas Aiken, Felipe Aguilar, Kiradech Aphibarnrat, George Coetzee, Nicolas Colsaerts, Jamie Donaldson, Gonzalo Fdez-Castaño, Stephen Gallacher, Branden Grace, Peter Hanson, Thongchai Jaidee, Scott Jamieson, Shane Lowry, Graeme McDowell, Francesco Molinari, Geoff Ogilvy, Thorbjörn Olesen, Carl Petterson, Ian Poulter, Henrik Stenson, Richard Sterne, Boo Van Pelt, Chris Woods og Brett Rumford.

Einu úrslit dagsins, sem komu á óvart er að Thaílendingurinn Thongchai Jaidee bar sigurorð af holukeppnisheimsmeistaranum fyrrverandi Ian Poulter 3&2 og Poulter því farinn heim.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Volvo World Match Play Championship SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má heimasíðu mótsins með því að SMELLA HÉR: