Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 12:00

13 mót -750 þátttakendur á morgun!

Golfsumarið er svo sannarlega byrjað …… og á morgun, laugardaginn 18. maí 2013 fara fram 13 mót.

Fyrsta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fer fram á Húsatóftavelli í Grindavík og eru 58 skráðir í mótið þar af 2 telpur.

Í Þorlákshöfn fer fram fyrri dagur Íslandsbankamótaraðarinnar og þar eru 130 börn og unglingar skráðir til leiks 98 karlkyns þátttakendur þar af 31 strákur, 39 drengir og 28 piltar. Kvenkyns þátttakendur eru 32 þar af 6 stelpur, 18 telpur og 8 stúlkur.

Þrjú innanfélagsmót eru  haldin á morgun: Opnunarmót Grafarholts hjá GR (156 skráðir í það) Bikarmótið hjá GVS (13 sem keppa í því móti) og Vormót GOS (22 skráðir þar).

Tvö Texas Scramble mót eru í boði: Opna Kjaran hjá GL  (17 lið komin – 34 keppendur) og Kaffisels mótið á Flúðum (35 lið komin – eða 70 keppendur).

Á Vesturlandi er Vormót GB í boði (5 skráðir enn sem komið er – um að gera að skreppa í Borgarnes og spila flottan Hamarsvöllinn!!!) og á Suðurlandi eru tvö mót Afmælismót GKV hjá Golfklúbbnum í Vík  (ekkert gefið upp um þátttakendur) og Böddabitamót GV (40 skráðir í mótið).

Hér á höfuðborgarsvæðinu fara síðan fram þrjú mót sem á undanförnum árum hafa verið gríðarleg vinsæl Ecco forkeppni hjá NK (97 þátttakendur) Icelandair Golfers mótið hjá GK (77 þáttakendur) og Atlantsolíumót GKG (51 þátttakandi).  Enn er opið fyrir skráningu í flest ofangreind mót á golf.is

Af ofangreindu sést að meira en 750 kylfingar munu sveifla kylfum í einhverjum ofangreindra móta um allt land á morgun!

Glæsileg byrjun á golfsumarinu!!!