Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 02:00

PGA: Bradley efstur á HP Byron Nelson – Hápunktar og högg 1. dags

Það er Keegan Bradley, sem leiðir eftir 1. hring HP Byron Nelson mótsins sem hófst í gær og er mót vikunnar á PGA Tour.  Spilað er á TPC Four Season golfstaðnum, í Irving, Texas.

Bradley setti nýtt vallarmet, með höggunum 60, sem hann var á, þrátt fyrir að vera með 2 skolla á skorkortinu.  Á skorkortinu hans voru 1 örn, 10 fuglar, 5 pör og eins og segir 2 skollar.

Í 2. sæti 3 höggum á eftir er Charl Schwartzel á 63 höggum og þriðja sætinu deila 3 kylfingar: Robert Karlsson, Harris English og Ted Potter Jr. á 64 höggum, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag HP Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á HP Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á HP Byron Nelson, sem Jason Dufner átti SMELLIÐ HÉR: