Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 02:30

LPGA: Lexi og Ji leiða í Mobile

Í gær hófst á LPGA mótaröðinni Mobile Bay LPGA Classic mótið, í Mobile, Alabama.

Eftir 1. hring eru það bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson og Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu sem leiða, en báðar voru á 65 höggum.

Ein í 3. sæti er bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda aðeins 1 höggi á eftir, á 6 undir pari, 66 höggum.

Fjórða sætinu deila 7 kylfingar sem allar voru á 5 undir pari, 67 höggum: Nicole Castrale, Mina Harigae, Dewi Claire Schreefel, Thidapa Suwannapura, Hee Young Park, Jennifer Johnson og Chella Choi. 

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á Mobile Bay LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: