Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 17:00

Viðtal Feherty við Garcia – myndskeið

Þeim á Aussiegolfer.net fannst hálf illa farið með Sergio Garcia s.l. viku. Hann missti niður gott forskot á the Players á næstsíðustu holunni, þegar hann setti tvo bolta í vatnið og síðan allt uppnámið í kringum Tiger, þar sem Garcia stóð eftir sem sjálfsvorkunnargjörn, væluskjóða, sem var að kenna öðrum um mistök sín.

Þannig að grafið var upp gamalt viðtal Feherty við Sergio Garcia.

Þar er farið yfir feril Sergio Garcia og hann er virkilega viðkunnanlegur.  Í viðtalinu sést líka hvað Garcia hefir afrekað mikið ungur að árum.

Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: