Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 23:00

Ólafur náði ekki niðurskurði

Ólafur Björn Loftsson, NK, komst ekki í gegnum niðurskurð á Palisades Classic mótinu, sem er hluti af eGolf Professional mótaröðinni, en mótið fer fram á golfvelli Palisades CC, í Charlotte, Norður-Karólínu og stendur dagana 15.-17. maí 2013.

Ólafur Björn lék á samtals 1 undir pari, 145 höggum (70 75).

Það er einkum slakur seinni hringur upp á 75 högg sem olli því að Ólafur Björn náði ekki niðurskurði en hann var 3 höggum frá því að komast í gegn.

Á 2. hring sínum fékk Ólafur Björn 2 fugla, 12 pör, 3 skolla og 1 skramba.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Palisades Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: