Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingar dagsins: Birgir Leifur, Ingi Rúnar og Hanna Lilja – 16. maí 2013

Suma daga verður varla fundinn kylfingur, sem hægt er að skrifa afmælisgrein um.  Á öðrum dögum, sem þessum, er gnægð kylfinga sem á afmæli.  Afmæliskylfingar dagsins eru 3 þjóðþekktir kylfingar: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Ingi Rúnar Gíslason, GS og Hanna Lilja Sigurðardóttir, GR. Komast má á Facebook síðu kylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér: Ingi Rúnar Gíslason 16. maí 1973 (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Birgir Leifur Hafþórsson 16. maí 1976 (37 ára – Innilega til hamingju!) Hanna Lilja Sigurðardóttir F. 16. maí 1988 (25 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Ty Armstrong, 16. maí 1959 (54 ára); Andres Gonzales, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 09:00

Kylfingur deyr á St. Andrews

Félagi í  New Golf Club of St Andrews fékk áfall og dó meðan hann var við golfleik á  St. Andrews Old Course s.l. laugardag (11. maí 2013). Kylfingurinn sem um ræðir var japanskur og hét Akira Hasegawa, 65 ára.  Hann rak um tíma japanskan veitingastað í Edinburgh, en veiktist skyndilega meðan á leik stóð. Hann reyndi að ganga af velli en datt niður nálægt 15. holu á St. Andrews Old Course. Hasegawa hafði verið félagi í The New Golf Club frá árinu 2010 og á síðasta ári vann hann eitt af innanfélagsmótum klúbsbsins. Starfsmenn Old Course reyndu að endurlífga Hasegawa en án árangurs.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 08:30

Tiger laug ekki

Þetta er sagan sem einfaldlega vill ekki deyja út – það er kominn fimmtudagur og HP Byron Nelson mótið í kvöld, er mót vikunnar á PGA Tour en enn eru allir að tala um The Players, Tiger, Sergio, eftirlitsmennina sem komu fram og sögðu Tiger vera að ljúga og nú eru tveir aðrir stignir á stokk, sem segja  allt ósanngjarnt í garð Tiger og hann hafi ekki verið að ljúga. Svona til upprifjunnar: Á par-5 2. brautinni á 3. hring The Players dró Tiger upp 5-tré, sem olli því að áhorfendur fögnuðu og spilafélagi hans Sergio Garcia, sem enn var ekki búinn að slá sagði að lætin hefðu truflað hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 07:45

Golfútbúnaður: Vann Tiger Players út af nýju Nike TW 14 skónum sem hann var í?

Þegar Tiger Woods sigraði á the Players var hann í glænýjum skóm frá Nike, Nike TW 14, sem koma á markað í Bandaríkjunum 7. júní n.k. Vegna þess mikla árangurs, sem hann hefir náð þá er ekki nema von að hann sé brosandi þegar hann tvítaði  mynd af sér s.l. mánudag í nýju skónum (sjá hér að neðan): Og hann er í stuttbuxum líka!!! Meira svona!!! Það sem af er keppnistímabilsins hefir Tiger sigrað á 4 af þeim 7 mótum, sem hann hefir tekið þátt í. Og það fyrir júní ! Það er aðeins í 2. sinn sem honum hefir tekist það á öllum ferli sínum; síðasta skiptið var árið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2013 | 22:00

Ólafur Björn á 2 undir pari eftir 1. dag Palisades Classic

Ólafur Björn Loftsson, NK, hóf í dag keppni í Palisades Classic mótinu, sem er hluti af eGolf Professional mótaröðinni. Mótið fer fram á golfvelli Palisades CC, í Charlotte, Norður-Karólínu. Mótið stendur dagana 15.-17. maí. Ólafur spilaði fyrsta hring á 2 undir pari, 70 höggum og deilir sem stendur  25. sætinu með nokkrum öðrum. Hann skilaði „hreinu skorkorti“ var með 2 fugla og 16 pör. Efstur í mótinu eftir 1. hring er bandaríski kylfingurinn Henry Zaytoun, sem spilaði 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Palisades Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2013 | 17:30

Afmæliskylfingur dagsins: Álvaro Velasco Roca – 15. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Álvaro Velasco Roca. Álvaro er fæddur í Barcelona, 15. maí 1981 og er því 32 ára í dag. Hann komst í fréttirnar vegna frábærs opnunarhrings upp á 64 högg á Madeira Islands Open 2012, sem Portúgalinn Ricardo Santos vann síðan s.s. öllum er í fersku minni. En Alvaro Velasco reyndi svo sannarlega að krækja sér í fyrsta sigurinn á Evrópumótaröðinni á þessu móti og hann hefir verið svo nærri því að það hlýtur að fara að ganga upp eitthvert næstu móta. Velasco var á golfstyrk í Coastal Carolina University þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði (ens. business administration).  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2005 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2013 | 11:00

Hver er kylfingurinn: David Lingmerth?

Eftir frábæra frammistöðu á The Players mótinu ætti nafn sænska kylfingsins David Lingmerth a.m.k. að vera orðið þekktara en það var fyrir mótið. En hver er kylfingurinn? David Lingmerth fæddist 22. júlí 1987 og er því 25 ára.  Lingmerth spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of West Florida (í 1 ár) og University of Arkansas (í 3 ár) og þar var hann two-time All American. Hann vann 1 móti í West Flórída og annað í Arkansas. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2010 Lingmerth lék á Web.com Tour fyrsta keppnistímabilið sitt þ.e. 2011.  Hann náði góðum árangri varð m.a. tvisvar í 3. sæti og var 5 sinnum meðal 10 efstu en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2013 | 09:15

PGA: Eftirlitsmennirnir farnir að tjá sig um Tiger/Garcia uppákomuna á The Players

Uppákoman milli Tiger og Sergio Garcia á the Players hefir tekið nýja og óvænta stefnu löngu eftir að Tiger vann 4. titil sinn á þessu keppnistímabili á the Players. Mikil umræða skapaðist um óvild kappanna í garð hvers annars og illa tímasett kylfuval Tiger. Nú hafa jafnvel eftirlitsmennirnir á TPC Sawgrass blandast í umræðuna.   Þeir segjast ekki hafa gefið Tiger grænt ljós á að fara að slá. Garcia, sem var yfir bolta sínum sagði að Tiger hefði truflað leik sinn með því að draga 5-tré úr poka sínum (í 50 m fjarlægð), sem olli fagnaðarlátum áhorfenda, sem truflaði Garcia. Tiger var hins vegar með aðra sýn á tilvikið. „Eftirlitsmennirnir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2013 | 13:30

GSÍ: Íslandsbanki og GSÍ hefja samstarf um barna- og unglingastarf – Hörður Þorsteinsson:„Golfíþróttin – Íþrótt fyrir lífið“

GSÍ efndi til blaðamannafundar í Básum, í hádeginu í dag, 14. maí 2013.  Þar kynnti GSÍ samstarfsaðila sinn að barna- og unglingastarfi til næstu ára. Íslandsbankamótaröðin, sem eins og nafnið gefur til kynna verður nú rekin í samstarfi við Íslandsbanka og það sama gildir um Áskorendamótaröð Íslandsbanka.  Var samstarfið kynnt og samstarfssamningur undirritaður  og handsalaður af Herði Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra GSÍ,  Hólmfríði Einarsdóttur, markaðsstjóra Íslandsbanka, og Sögu Traustadóttur, GR  núverandi Íslandsmeistara í höggleik stelpna. Þau hófu síðan samstarfið á því að slá nokkur högg í Básum, æfingasvæði GR. Á fundinum kom fram að það væri Golfsambandi Íslands mikið ánægjuefni að fá til liðs við sambandið svo öflugan bakhjarl til að styðja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2013 | 11:00

PGA: Dropp Tiger á 14. ólöglegt?

Flestir þeir sem horfðu á The Players muna eftir því þegar Tiger setti bolta sinn út í vatn á 14. braut og varð í kjölfarið að skrá 6u á skorkort sitt. Tiger sem verið hafði í 2 högga forystu fram að því, missti forskot sitt og mótið galopnaðist. Nú eru aftur komnar á kreik vangaveltur um að Tiger hafi ekki látið boltann falla með réttum hætti þegar hann tók víti úr vatnstorfærunni á 14. braut. Hér má sjá myndskeið þar sem farið er yfir vítið sem Tiger tók úr vatnstorfærunni á 14. braut TPC Sawgrass SMELLIÐ HÉR: