Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 20:15

Lexi í tölvuleik

Ransóknir sýna að venjulegur táningur í Bandaríkjunum verji u.þ.b. 14 tíma í viku í að spila tölvuleiki.

Maður sér ekki hina 18 ára Lexi Thompson oft með stýripinnann í hönd að leika sér í tölvuleik…. tja…. nema hún sé að leika sjálfan sig í nýja Tiger Woods PGA Tour 14 tölvuleiknum frá EA Sports.

Lexi var valin að vera ein af 6 leikmönnum af LPGA Tour í nýjustu útgáfunni af leiknum. Það tók heilann dag að búa til högg hennar allt frá drævum að vippum og púttum og öll svipbrigði hennar frá fagni að vonbrigðum og hún var í líkamsbúningi sem var uppfullur af nemum.

Hinar af LPGA sem líka eru leikmenn í tölvuleiknum eru Stacy Lewis, Paula Creamer, Natalie Gulbis, Suzann Pettersen og Michelle Wie ásamt golfgoðsögnunum Arnold Palmer og Jack Nicklaus í þessum vinsæla leik.

Hversu margir 18 ára krakkar geta sagst hafa gert svona nokkuð?

„Að vera með í Tiger Woods PGA Tour 14 frá EA Sports er mikill heiður, sérstaklega að vera að spila með svona frábærum leikmönnum og goðsögnum,“ sagði Lexi. „Ég hélt virkilega aldrei að golfið myndi færa mér þetta allt, en ég er svo glöð að það gerði það. Þetta er örugglega reynsla sem ég mun aldrei gleyma.“

Tölvuleikurinn fór á markað í april í kringum Kraft Nabisco risamót LPGA, sem er völlur mótsins einn af völlunum sem boðið er upp á í leiknum. Lexi var ánægð með árangurinn þegar hún sá leikinn.

„Viðbrögðin hjá mér voru bara undrun,“ sagði Lexi. „Ég meina það að sjá fígúruna, sem á að vera ég vera svona líka mér, fötin mín og allt það er ótrúlegt. Jafnvel golfvellirnir eru í leiknum er með sömu brot í flötunum og í alvörunni!“