Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 19:30

Íslandsbankamótaröðin (1) – Staðan eftir 1.dag

Það voru strembnar aðstæður sem kylfingarnir á Íslandsbankamótaröðinni þurftu að glíma við í dag á Þorlákshafnarvelli.  Óhætt er þó að segja að kylfingarnir ungu komi tilbúnir til leik því sjá mátti frábæra tilþrif og mörg mjög góð skor, þeir Kristján Benedikt Sveinsson, GHD og Gísli Sveinbergsson, GK léku t.d dæmis á pari vallarins. Bryndís María Ragnarsdóttir, GK fór holu í höggi á 10 baut sem var hennar fyrsta braut og þ.a.l hennar fyrsta högg á Íslandsbankamótaröðinni, flott byrjun það! 14 ára og yngri strákar 1 sæti    Kristján Benedikt Sveinsson, GHD 71 högg (par vallarins) 2 sæti    Arnór Snær Guðmundsson, GHD 74 högg 3 sæti    Aron Atli Bergmann Valtýsson GK 76 högg 4 sæti    Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 19:15

GMac brillerar í Búlgaríu

Margir golffréttamiðlar tala um það að Graeme McDowell (líka nefndur GMac) hafi náð fram hefndum á Nicolas Colsaerts í dag í 8 manna úrslitum á Volvo World Match Play Championship. GMac laut í lægra haldi fyrir Colsaerts í úrslitaleiknum á Volvo World Match Play Championship í fyrra og í undanúrslitum árið þar áður. En þetta er það góða við golfið – það er alltaf nýr dagur – og nú vann GMac 2&1 en Colsaerts er dottinn úr leik. “Hefnd er best borin fram köld,” sagði McDowell eftir sigurinn. “Hann (Nicolas Colsaerts) er mjög góður í holukeppni. Það var reglulega erfitt að vinna hann.” Önnur úrslit í 8 manna úrslitunum voru eftirfarandi: Thongchai Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 17:45

Bryndís María fór holu í höggi!

Bryndís María Ragnarsdóttir, GK, náði þeim glæsilega árangri að fara holu í höggi á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í Þorlákshöfn í dag. Draumahögginu náði Bryndís María á 10. holu Þorláksvallar, en brautin er 108 metra af bláum kvennateigum. Golf 1 óskar Bryndísi Maríu innilega til hamingju með ásinn!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 17:30

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1): Sandra Ósk Sigurðardóttir, GO sigraði í flokki 15-16 ára – Melkorka Elín Sigurðardóttir, GHG varð í 2. sæti og Íris Lorange Káradóttir, GK sigraði í flokki 14 ára og yngri

Áskorendamótaröð Íslandsbanka hófst í dag á Húsatóftavelli hjá GG. Þátttakendur voru 55 en aðeins 48 kláruðu hringinn en fremur kalt og hvasst var í Grindavík. Í kvennaflokki voru aðeins 3 keppendur og voru þær þ.a.l. allar í verðlaunasæti. Enginn keppandi var í flokki 17-18 ára stúlkna. Sigurvegarar í flokki 15-16 ára stúlkna voru eftirfarandi: 1. sæti Sandra Ósk Sigurðardóttir, GO, 99 högg. 2. sæti Melkorka Elín Sigurðardóttir, GHG, 103 högg Sigurvegari í flokki 14 ára og yngri var eftirfarandi: 1. sæti Íris Lorange Káradóttir, GK, 102 högg.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 17:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1): Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson, GK sigraði í flokki 17-18 ára; Þorkell Már Júlíusson, GK í flokki 15-16 ára og Lárus Ingi Antonsson, GA í flokki 14 ára og yngri

Í dag fram 1. mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka 2013. Spilað var á Húsatóftavelli í Grindavík í fremur köldu og hvössu veðri.   Í flokki 17-18 ára pilta voru sigurvegarar eftirfarandi: 1. sæti Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson, GK á 92 höggum. 2. sæti Jón Hákon Richter GO á 106 höggum. 3. sæti Eggert Smári Þorgeirsson, GO á 109 höggum.   Í flokki 15-16 ára drengja voru efstu 3 eftirfarandi: 1. sæti Þorkell Már Júlíusson, GK, 85 högg. 2. sæti Sverrir Kristinsson, GK, 87 högg. 3. sæti Stefán Ingvarsson, GK, 88 högg.   Í flokki 14 ára og yngri voru efstu 3 eftirfarandi:  1. sæti Lárus Ingi Antonsson , GA, 83 högg 2. sæti Lárus Long Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 08:45

LPGA: Korda leiðir í Mobile

Það er Jessica Korda, sem leiðir þegar Mobile Bay LPGA Classic er hálfnað. Korda er á samtals 13 undir pari, 131 höggi (66 65). Í 2. sæti aðeins höggi á eftir Korda, er ástralska golfdrottningin Karrie Webb, á 12 undir pari, 132 höggum (69 63), en hún átti lægsta skorið í gær 63 glæsihögg. Tveimur höggum á eftir í 3. sæti er Chella Choi á samtals 11 undir pari og 4. sætinu deila Sydney Michaels frá Bandaríkjunum og tvær thaílenskar: Thidapa Suwannapura og Pornanong Phattlum, allar á samtals 10 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 08:00

Ken Venturi látinn 82 ára

Jack Nicklaus leiddi minningarathöfn um fyrrum meistara Opna bandaríska, Ken Venturi, sem lést 82 ára, aðeins nokkrum dögum eftir að hann var vígður í frægðarhöll kylfinga. Venturi hafði verið á sjúkrahúsi s.l. 2 mánuði vegna ígerð við mænu, lungnabólgu og bólgu í innri líffærum og lést síðdegis í gær, föstudaginn 17. maí 2013  í Kaliforníu. Sjá má kynningu Golf 1 á Ken Venturi með því að SMELLA HÉR (GREIN NR. 1)  og  SMELLA HÉR (GREIN NR. 2) Venturi sigraði á Opna bandaríska 1964 þrátt fyrir að mikla ofþornun og varð virtur golffréttamaður á CBS Sports. „Ken var svo heppinn að golfleikurinn gaf honum svo mikið, en án nokkurrar spurningar gaf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 23:59

PGA: Bradley enn í forystu þegar HP Byron Nelson er hálfnað

Keegan Bradley, leiðir enn eftir 2. hring HP Byron Nelson mótsins sem hófst í gær og er mót vikunnar á PGA Tour.  Spilað er á TPC Four Season golfstaðnum, í Irving, Texas. Bradley er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 129 höggum (60 69). Í 2. sæti eru Tom Gillis og Sang Moon-Bae, 3 höggum á eftir Bradley á samtals 8 undir pari, hvor. Fjórða sætinu deila Charl Schwartzel, Ryan Palmer og John Huh á samtals 7 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag HP Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 21:30

PGA: Guan náði ekki niðurskurði

Guan Tianlang náði ekki niðurskurði á HP Byron Nelson Championship eftir að hafa átt hring upp á 7 yfir par, 77 högg í dag. Þessi 14 ára kínverski strákur sem sló í gegn á Masters og síðan í New Orleans var með 2 skramba, 5 skolla 9 pör og 2 fugla á skorkortinu, eftir hvassan hring á golfvelli TPC Four Seasons. Í gær var Guan á  70 höggum og var meðal  97  kylfinga, sem voru á pari eða betra á 1. hring. Þegar hann kláraði 2. hring var hann heilum 17 höggum á eftir forystumanni gærdagsins, Keegan Bradley og aðeins 3 kylfingar sem höfðu lokið hringjum sínum voru á hærra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 20:30

Poulter: „Þetta er ógeðslegt, vansæmandi og ég hef enga skýringu á þessu!“

Ian Poulter var í uppnámi eftir fyrstu tvo og síðustu leiki sína í þessari viku í Búlgaríu en hann, sem talinn var sigurstranglegastur fyrirfram er dottinn úr Volvo World Match Play Championship. Þegar ljóst var að dvöl hans í mótinu yrði ekki lengri sparaði Poulter ekki stóru orðin: „Það er engin afsökun fyrir að spila svona s.l. tvo daga“ sagði hann í viðtali við Sky Sports. „Þetta er ógeðslegt, vansæmandi og ég hef enga skýringu á þessu.“ Talið var fyrirfram að Poulter myndi gersamlega blómstra á Þrakíuklettavellinum í Búlgaríu …. en hann varð að láta í minni pokann strax á fyrsta degi gegn Thongchai Jaidee frá Thaílandi 3&2 . „Einbeitingin Lesa meira