Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel á næstbesta skori Mississippi State eftir 1. dag í svæðisúrslitum

Axel Bóasson og golflið Mississippi State léku 1. hring  í svæðisúrslitum í Baton Rouge, Louisiana (á ensku NCAA Baton Rouge Regional)  í dag.  Svæðamót háskólanna  fara fram á 6 stöðum víðsvegar um Bandaríkin og markmiðið er að komast í landsúrslitin.

Þátttakendur eru 75 frá 13 háskólum

Lið Mississippi State er í næstneðsta sæti eftir 1. hring af háskólaliðunum.

Axel er á næstbesta skori Mississippi State, lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 höggum og deilir 32. sætinu í einstaklingskeppninni. Á hringnum fékk Axel 3 fugla, 9 pör, 5 skolla og 1 skramba.

 

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á NCAA Baton Rouge Regional SMELLIÐ HÉR: