Eimskipsmótaröðin (2): Ingunn Gunnarsdóttir efst eftir 1. dag
Það er Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, sem leiðir í kvennaflokki á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas mótinu sem hófst úti í Vestmannaeyjum í dag, 7. júní 2013. Ingunn lék á 2 yfir pari, 72 höggum; fékk 3 fugla, 1 skolla og skramba á erfiðu par-4 13. holunni. Í 2. sæti er Anna Sólveig Snorradóttir, GK, tveimur höggum á eftir Ingunni á 4 yfir pari, 74 höggum. Þriðja sætinu deila síðan Signý Arnórsdóttir, GK og Karen Guðnadóttir, GS á 5 yfir pari, 75 höggum. Munur milli efstu kvenna er naumur og því stefnir í spennandi helgi í kvennagolfinu í Eyjum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar í Lesa meira
Evróputúrinn: Luiten leiðir á Lyoness
Það er Hollendingurinn Joost Luiten sem leiðir á Lyoness Open powered by Greenfinity í Atzenberg, Austurríki þegar mótið er hálfnað. Luiten er búinn að spila samtals á 11 undir pari, 133 höggum (65 68). Hann hefir 1 höggs forystu á Englendinginn Paul Warig, Skotann Callum Macaulay og Spánverjann Eduardo de la Riva, sem allir eru búnir að leika á samtals 10 undir pari. Englendingurinn Tom Lewis sem leiddi í gær er í hópi 5 kylfinga, sem m.a. er í Miguel Angel Jimenez, sem deila 7. sætinu á samtals 7 undir pari, hver. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru m.a. Robert Rock og Pablo Larrazabal. Til þess að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steingrímur Walterson – 7. júní 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Steingrímur Walterson. Steingrímur fæddist 7. júní 1971 og er því 42 ára í dag. Steingrímur er félagi í Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Steingrímur er kvæntur Elínu Rósu Finnbogadóttur og eiga þau tvö börn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan Steingrímur Waltersson (42 árs) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Terry Gale, 7. júní 1946 (67 ára); Steven David Rintoul, 7. júní 1963 (50 ára stórafmæli!!!); Hilary Lunke, 7. júní 1979 (34 ára); Keegan Bradley, 7. júní 1986 (27 ára) ….. og ….. Stefanía M Jónsdóttir · 55 ára Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (2): Fannar Ingi á 5 undir pari – efstur eftir 1. dag!
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, er efstur á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas mótinu, sem hófst í dag úti í Vestmannaeyjum. Þessi 14 ára gutti er að slá við sér eldri og reyndari kempum; en hann lék á 5 undir pari og skilaði „hreinu skorkorti“ þ.e. fékk 5 fugla og 13 pör. Alveg ótrúlega glæsilegur árangur!!! Næstu menn á eftir Fannari Inga eru: Björgvin Sigurbergsson, GK, Páll Theodórsson, GKJ og Íslandsmeistarinn í höggleik og holukeppni 2012, Haraldur Franklín Magnús, GR, en þeir léku allir á 3 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
PGA: Love ofl. leiða eftir 1. dag St. Jude
Í gær hófst á TPC Southwind í Memphis, Tennessee FedEx St. Jude Classic mótið. Eftir 1. dag eru 6 sem leiða Davis Love III, Nathan Green, Martin Flores, Stuart Appleby, Glen Day og Harris English. Þeir léku allir á 4 undir pari, 66 höggum. Annar hópur 11 kylfinga deilir síðan 7. sætinu, aðeins 1 höggi á eftir forystunni á 3 undir pari en þ.á.m. er m.a. sá sem á titil að verja: Dustin Johnson. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á FedEx St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á FedEx St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 1. dags Lesa meira
EPD: Þórður Rafn flaug í gegnum niðurskurð
Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Land Fleesensee Classic mótinu, sem er hluti þýsku EPC mótaraðarinnar. Leikið er á golfvelli Golf & Country Club Fleesensee hjá Berlín. Þórður Rafn komst naumlega í gegnum niðurskurð í dag en hann lék 2. hring sinn á 1 undir pari, 71 höggi og er því á samtals parinu en í gær lék hann á 1 yfir pari, 73 höggum. Niðurskurður var einmitt miðaður við parið – 40 efstu komust í gegnum niðurskurð og Þórður Rafn deildi 39. sætinu ásamt 6 öðrum kylfingum. Í efsta sæti eftir 2. dag er Hollendingurinn Fernand Osther á samtals 14 undir pari (68 62). Til þess að sjá Lesa meira
Birgir Leifur á 3 undir pari eftir 1. dag
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í dag leik á D + D Czech Challenge Open, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram í Golf & Spa Kunetická Hora í Drftec, í Tékklandi dagana 6.-9. júní 2013. Eftir 1. dag deilir Birgir Leifur 34. sætinu ásamt 10 öðrum. Hann lék á 3 undir pari, 69 höggum; fékk 5 fugla, 10 pör og 3 skolla. Til þess að sjá stöðun eftir 1. dag á Czech Open SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Lewis leiðir eftir 1. dag í Austurríki
Í dag hófst í Diamond Country Club Lyoness Open powered by Greenfinity, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Leikið er í Atzenbrugg, Austurríki og fer mótið fram dagana 6.-9. júní 2013. Eftir 1. dag leiðir Englendingurinn Tom Lewis, en hann lék á 9 undir pari, 63 höggum. Lewis fékk 9 fugla og 9 pör. Í 2. sæti er Hollendingurinn Joost Luiten á 7 undir pari, 65 höggum. Luiten fékk 8 fugla og 1 skolla. Þriðja sætinu deila 4 á 6 undir pari, 66 höggum: Graeme Storm, Alexander Levy, Richard McEvoy og Simon Dyson. Til þess að sjá frá Lyoness Open í beinni SMELLIÐ HÉR:
Ko keppir í LPGA risamótinu
Táningsgolfstjarnan ný-sjálenska Lydia Ko hefir verið að búa sig undir að taka þátt í LPGA Championship risamótinu sem hefst í New York í dag. Hin 16 ára Lydia Ko fór æfingahring á golfvelli Locust Hill Country Club í Pittsford þar sem Wegmans LPGA Championship risamótið fer fram og lýsti yfir að þetta væri einn þrengsti völlur sem hún hefir spilað. Þetta er 4. tilraun hennar til þess að verða yngsti sigurvegari golfsögunnar á risamóti kvennagolfsins. Ko er nr. 1 á heimslista áhugamanna og nr. 22 á Rolex-heimslista atvinnumanna. „Þetta er mjög erfiður völlur“ sagði Ko. „Þetta er þrengsti völlur sem ég hef nokkru sinni spilað á. Karginn er erfiður líka. Þetta Lesa meira
Rory í Oak Hill
Nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy fékk fyrstu innsýn sína í Oak Hill Country Club en þar fer PGA Championship risamótið fram á þessu ári og honum líkaði það sem hann sá. McIlroy tók þátt í blaðamannafundi í upstate New York til þess að kynna PGA Championship, sem fram fer í 95. skiptið. Áður en Rory veitti færi á viðtali, sem stóð í yfir klukkustund fékk hann tækifæri til þess að prófa hinn fræga East Course í Oak Hill. Hann fór út kl. 7:45 ásamt Craig Harmon, sem er golfkennari á staðnum (og bróðir golfgúrúsins fræga Butch Harmon) og Ted Bishop, forseta PGA of America. „Þegar ég hugsa um PGA Championship, Lesa meira







