Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2013 | 16:00

Ko keppir í LPGA risamótinu

Táningsgolfstjarnan ný-sjálenska Lydia Ko hefir verið að búa sig undir að taka þátt í LPGA Championship risamótinu sem hefst í New York í dag.

Hin 16 ára Lydia Ko fór æfingahring á golfvelli Locust Hill Country Club í Pittsford þar sem Wegmans LPGA Championship risamótið fer fram og lýsti yfir að þetta væri einn þrengsti völlur sem hún hefir spilað.

Þetta er 4. tilraun hennar til þess að verða yngsti sigurvegari golfsögunnar á risamóti kvennagolfsins.

Ko er nr. 1 á heimslista áhugamanna og nr. 22 á Rolex-heimslista atvinnumanna.

„Þetta er mjög erfiður völlur“ sagði Ko.

„Þetta er þrengsti völlur sem ég hef nokkru sinni spilað á. Karginn er erfiður líka. Þetta snýst allt um að hitta brautir á þessum velli.“

Þetta verður í 18. skiptið sem áhugamaðurinn ungi Lydia Ko spilar með atvinnumönnunum og spennandi að sjá hvernig henni gengur!

Til þess að fylgjast með stúlkunum á Wegmans LPGA Championship SMELLIÐ HÉR: