Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2013 | 22:00

EPD: Þórður Rafn flaug í gegnum niðurskurð

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Land Fleesensee Classic mótinu, sem er hluti þýsku EPC mótaraðarinnar. Leikið er á golfvelli Golf & Country Club Fleesensee hjá Berlín.

Þórður Rafn komst naumlega í gegnum niðurskurð í dag en hann lék 2. hring sinn á 1 undir pari, 71 höggi og er því á samtals parinu en í gær lék hann  á 1 yfir pari, 73 höggum.  Niðurskurður var einmitt miðaður við parið – 40 efstu komust í gegnum niðurskurð og Þórður Rafn deildi 39. sætinu ásamt 6 öðrum kylfingum.

Í efsta sæti eftir 2. dag er Hollendingurinn Fernand Osther  á samtals 14 undir pari (68 62).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Land Fleesensee Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: