Frægir kylfingar: Oliver Hardy
Litli og Stóri. Gög og Gokke. Stan Laurel og Oliver Hardy. Vissi einhver að „Stóri“ þ.e. gamanleikarinn Oliver Hardy í gamanmyndunum vinsælu um Litla og Stóra hefði verið forfallinn kylfingur? Oliver Hardy fæddist 18. janúar 1892 og hefði því orðið 121 árs í ár en hann dó fremur ungur eða 65 ára, þann 7. ágúst 1957. Hann var ýmist kallaður Babe eða Ollie og kynntist golfinu fyrst 21 árs (árið 1913) og það hjá samgamanleikara sínum Larry Semon. „Ég elskaði það (golfið) strax á fyrsta deginum mínum á linksaranum“ er haft eftir Ollie. „Ég elskaði allt við leikinn …. golf var svo sannarlega leikur minn. Ollie , sem fæddist rétt Lesa meira
Kaymer vill að eitthvað verði gert í of hægum leik
Þýski kylfingurinn Martin Kaymer vill að umræðunni í golfinu verði loksins snúið frá löngum pútterum og að of hægum leik í golfinu. Kaymer hefir áður látið frá sér fara að hann sé ánægður með bannið á löngu pútterunum en R&A og USGA ákváðu í síðasta mánuði að langir pútterar verði með öllu bannaðir frá og með janúar 2016. Kaymer vill að reglusetningarvaldið innan golfíþróttarinnar snúi sér nú loks að of hægum leik. „Ég er ánægður með að málið með löngu pútterana sé nú afgreitt, við erum búin að tala í yfir ár um þá og ég er bara ánægður með að þurfa ekki að tjá mig lengur um þá,“ sagði Kaymer Lesa meira
Topp-20 kylfingarnir á US Open
CBS Sports hefir tekið saman yfirlit yfir 20 topp kylfinganna sem taka þátt í 113. Opna bandaríska risamótinu, sem hefst n.k. fimmtudag og stendur dagana 13.-16. júní í Merion Golf Club í Ardmore, Pennsylvaníu. CBS listar kylfingana upp í skv. spá þeirra um hverjum muni vegna best. Golf 1 er ekki sammála þeirri listun þ.e. að Hunter Mahan standi uppi sem sigurvegari og Tiger verði í 2. sæti, en það er annað mál. Gaman er að sjá hverjir toppkylfingarnir að mati CBS eru og Golf 1 sannfært um að sigurvegari Opna bandaríska verði í þessum hópi: HUNTER MAHAN Aldur: 31. Ríkisfang: bandarískur. Staða á heimslista: 22. sæti Alþjóðlegir sigrar: 5. Lesa meira
LPGA: Chella Choi efst á Wegmans
Það er Chella Choi frá Suður-Kóreu sem leiðir eftir 1. dag Wegmans LPGA Championship. Í dag var 1. hringur leikinn en mótið var frestað í gær vegna óveðurs í NY. Choi lék Locust Hill golfvöllinn í NY á 5 undir pari, 67 höggum; fékk 6 fugla, 11 pör og 1 skolla. Í 2. sæti er landa hennar, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum; Jiyai Shin, á 4 undir pari, 68 höggum, en hún deilir 2. sætinu með bandaríska stúlkunni Morgan Pressel. Í 4. sæti er Brittany Lincicome og 5. sætinu deila Jessica Korda og golfdrottningin suður-kóreanska Se Ri Pak. Cristie Kerr og Stacy Lewis sem voru búnar að heita að stöðva Lesa meira
PGA: English leiðir þegar St. Jude er hálfnað
Þegar FedEx St. Jude Classic mótið er hálfnað á TPC Southwind í Tennessee þá er það Harris English sem kominn er í forystu. Í kvöld átti hann besta skorið 64 glæsihögg þar sem hann fékk örn, 5 fugla, 11 pör og 1 skolla. Samtals er English búinn að spila á 10 undir pari, 130 högg (66 64). English á 2 högg á þann sem næstur kemur, Shawn Stefani, sem búinn er að leika á 8 undir pari, 132 höggum (67 65). Þriðja sætinu deila síðan Paul Haley II og Scott Stallings á 5 undir pari, hvor. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru: Ross Fisher, Guan Tianlang (14 Lesa meira
Axel í 20. sæti á St. Andrews Links!!!
Axel Bóasson, GK, var nú rétt í þessu að ljúka leik á 1. degi St. Andrews Links Trophy 2013, en leikið var á Jubilee vellinum í dag. Axel var á sléttu pari, 72 höggum fékk 2 fugla og 2 skolla. Hann deilir 20. sætinu með 13 öðrum kylfingum eftir 1. dag. Þátttakendur eru 144 og mótið eitt sterkasta áhugamannamót heims. Í ljósi þessa er árangur Axels stórglæsilegur!!!! Í efsta sæti er „heimamaðurinn“ Ryan Evans á 4 undir pari, 66 höggum þ.e. aðeins 4 höggum á undan Axel. Sjá má stöðuna á St. Andres Links Trophy 2013 eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
Þórður Rafn hlaut €290 í verðlaunafé á Land Fleesensee Classic
Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk í dag leik á Land Fleesensee Classic mótinu, sem er hluti þýsku EPC mótaraðarinnar. Leikið var á golfvelli Golf & Country Club Fleesensee hjá Berlín. Þórður Rafn lék samtals á 2 yfir pari (73 71 74) og lauk leik T-45. Í verðlaunafé hlaut Þórður Rafn € 290,- Sigurvegari mótsins varð Þjóðverjinn Florian Fritsch á 17 undir pari (68 66 65). Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Land Fleesensee Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:
Rástímar 1. og 2. hrings á Opna bandaríska – Tiger spilar með Rory og Adam Scott
Nú er búið að gefa út rástíma á 113. Opna bandaríska risamótinu, sem fram fer á Merion golfvellinum (sem er par-70 6996 yarda), í Ardmore, Pennsylvaníu að þessu sinni og hefst 13. júní (þ.e. fimmtudaginn eftir viku). Rástímarnir og ráshópar eru eftirfarandi: 1. hringur (Upphafsteigur Nr. 1), 2. hringur (Upphafsteigur Nr. 11) 6:45AM-12:45PM: Cliff Kresge, Heathrow, Fla.; Roger Tambellini, Scottsdale, Ariz.; TBD 6:56AM-12:56PM: TBD; Yui Ueda, Japan; John Parry, England 7:07AM-1:07AM: Nick Watney, Henderson, Nev.; Peter Hanson, Svíþjóð; Hunter Mahan, Dallas 7:18AM-1:18PM: Lucas Glover, Sea Island, Ga.; Paul Casey, England; Bill Haas, Greenville, S.C. 7:29AM-1:29PM: Aaron Baddeley, Australia; Rory Sabbatini, Suður-Afrika; David Lingmerth, Svíþjóð 7:40AM-1:40PM: George Coetzee, Suður-Afríka; Martin Laird, Skotland; Marcel Siem, Þýskaland 7:51AM-1:51PM: Jerry Kelly, Madison, Wis.; Charley Hoffman, San Diego; John Huh, Lewisville, Texas Lesa meira
Birgir Leifur á 65 höggum og í 8. sæti eftir 2. dag í Tékklandi!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í D + D Czech Challenge Open, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram í Golf & Spa Kunetická Hora í Drftec, í Tékklandi dagana 6.-9. júní 2013. Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (69 65) og deilir 8. sætinu með 2 öðrum kylfingum!!! Glæsilegt hjá Birgi Leif! Hann er aðeins 2 höggum á eftir þeim sem leiða í mótinu þeim Adam Gee, Robert Dinwiddie, Andrea Pavan, Adrian Otaegui og Carlos Aguilar, en þeir eru allir búnir að spila á samtals 12 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðun eftir 1. dag Lesa meira
Axel og Guðmundi Ágúst gengur vel á St. Andrews Links Trophy
Axel Bóasson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR taka þátt í St. Andrews Links Trophy 2013, í Skotlandi. Þátttakendur eru 144 víðsvegar úr heiminum og var leikið á Jubilee vellinum í dag. St. Andrews Links Trophy er eitt sterkasta áhugamannamót í heimi í golfinu. Margir þekktir kylfingar tóku á sínum tíma þátt í mótinu þ.á.m.: Ernie Els, Lee Westwood, Trevor Immelman, Geoff Ogilvy, Pádraig Harrington, Justin Rose og Rory McIlroy. Á fyrsta degi lék Guðmundur Ágúst á 5 yfir pari, 77 höggum og er sem stendur í 97. sæti. Hann fékk 2 fugla, 2 skolla og 2 skramba á hring sínum í dag. Axel hefir ekki enn lokið leik en eftir Lesa meira









