Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2013 | 17:45

Eimskipsmótaröðin (2): Fannar Ingi á 5 undir pari – efstur eftir 1. dag!

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG,  er efstur á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas mótinu, sem hófst í dag úti í Vestmannaeyjum.

Þessi 14 ára gutti er að slá við sér eldri og reyndari kempum; en hann lék á 5 undir pari og skilaði „hreinu skorkorti“ þ.e. fékk 5 fugla og 13 pör.  Alveg ótrúlega glæsilegur árangur!!!

Næstu menn á eftir Fannari Inga eru: Björgvin Sigurbergsson, GK, Páll Theodórsson, GKJ og Íslandsmeistarinn í höggleik og holukeppni 2012, Haraldur Franklín Magnús, GR, en þeir léku allir á 3 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: