Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Veigar Margeirsson – 6. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Veigar Margeirsson.  Hann á afmæli 6. júní 1972 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Veigar spilar golf í tómstundum, stundaði nám við þann góða háskóla University of Miami, en býr í Kaliforníu þar sem hann rekur eigið fyrirtæki. Veigar er kvæntur Sirrý og eiga þau 2 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Veigar Margeirsson (41 árs afmæli) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Jock Hutchison, f. 6. júní 1884 – d. 27. september 1977 ….. og …… Baldur Baldursson (45 ára) Hinrik Hinriksson (23 ára) Prentsmiðjan Rúnir (27 ára ) Sjomenn Á Spáni Costablanca (28 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2013 | 09:00

Birgir Leifur hefur leik á Czech Challenge Open í dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur leik í dag á D + D Czech Challenge Open, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram í Golf & Spa Kunetická Hora í Drftec, í Tékklandi dagana 6.-9. júní 2013. Birgir Leifur á rástíma kl. 13:10 að staðartíma þ.e. kl. 11:10 að íslenskum tíma. Til þess að fylgjast með gengi Birgis Leifs SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2013 | 08:45

Forgjöf Mickelson er + 5.2

Hafið þið nokkru sinni velt fyrir ykkur hvort atvinnumenn séu með forgjöf og þá hver hún sé? Phil Mickelson er félagi í Whisper Rock golfklúbbnum í Scottsdale, Arizona og skv. skrám þar er forgjöf hans +5,2 (sbr. USGA Golf Handicap og Information Network (ghin.com). Mickelson, sem hannaði Lower Course í Whisper Rock, er einn nokkurra leikmanna PGA Tour, sem er félagar þar og má sjá forgjöf þeirra skráða þar. Hér að neðan má sjá forgjafarskrá (ens. handicap index) um hvernig forgjöf Phil hefir tekið breytingum frá því í febrúar á þessu ári (en hringirnir sem hann spilar á PGA Tour hafa áhrif á forgjöf hans) Á forgjafarskránni hér að ofan sést Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 20:30

EPD: Þórður Rafn á 73 eftir 1. dag

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Land Fleesensee Classic mótinu, sem er hluti þýsku EPC mótaraðarinnar. Leikið er á golfvelli Golf & Country Club Fleesensee hjá Berlín. Þórður Rafn lék á 1 yfir pari, 73 höggum ; fékk 3 fugla og 4 skolla á hringnum í dag.  Þórður Rafn er sem stendur í 54. sæti en 40 komast áfram í gegnum niðurskurð. Í efsta sæti er Þjóðverjinn Anton Kirstein á 8 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Fleesensee mótinu SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 20:00

GR: Helgi Birkir sigraði á Opna Eimskip – var á 66 höggum!

Fyrsta opna mót sumarsins í Grafarholti, Opna Eimskip, fór fram, sunnudaginn 2. júní s.l. Alls tóku þátt 166 keppendur og léku í fremur köldu veðri í Holtinu. Árangur dagsins var þó vægast sagt glæsilegur, en alls 35 kylfingar hlutu 35 og fleiri punkta og besta skor var 66 högg, eða 5 högg undir pari vallarins. Leikin var punktakeppni í flokki karla og kvenna og verðlaun veitt fyrir 3 bestu skorin sem og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Úrslitin voru eftirfarandi: Nándarverðlaun:  2.braut: Styrmir Guðmundsson GSE – 2,19 m 6.braut:  Óskar Bjarni Ingason  GR – 2,38 m 11.braut:  Pétur Andri Ólafsson GKG – 1,91 m 17.braut:  Helgi Birkir Þórisson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 19:45

Tiger tekjuhæsti íþróttamaðurinn

Skv. Forbes Magazine var Tiger Woods best launaði íþróttamaður tekjuársins 2012. Skv. tímaritinu voru laun Tiger meira en 78 milljónir bandaríkjadala á tímabilinu 1. júní 2012 til 1. júní 2013. Í þessari tölu launa er talið verðlaunafé, styrktar- og auglýsingasamningar, laun vegna golfvallarhönnunar og tekjur fyrir að mæta í mótum. Tiger var ríkasti íþróttamaður heims 11 ár í röð en á tekjuárinu 2011-2012 dalaði hann aðeins. Því er spáð að tekjur Tiger muni aukast ef eitthvað á komandi ári, m.a. vegna nýrrar samningagerðar við Nike, eina samningsaðila Tiger sem stóð með honum meðan Tiger átti erfitt vegna framhjáhaldsmála sinna. Nike borgar Tiger meira en 20 milljónir bandaríkjadala á hverju ári. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 19:40

Vonn sett í lyfjapróf

Lindsay Vonn var alveg gullfallega klædd á verðlaunaathöfn Council of Fashion Designers of America (CFDA) s.l. mánudagskvöld í New York. Meðan athöfnin stóð sem hæst varð Lindsay að hverfa frá vegna þess að hún varð að gangast undir skyldulyfjapróf hjá alþjóðalegu ólympíunefndinni (IOC) Kæresta Tiger Woods var gestur tískuhönnuðarins Cynthiu Rowley – klædd í hvítan kjól sem Rowley hannaði sérstaklega á Lindsay. Þegar athöfnin stóð sem hæst hringdi IOC og sagði að tími væri kominn til að láta af hendi þvagsýni. „Hún sagðist skilja að þetta væri hluti af starfi hennar,“ sagði talsmaður Lindsay, Lewis Kay. Lindsay Vonn stóðst prófið að sögn og nóg var af kampavíni til þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 19:15

Jessica Korda meidd

Bandarísk/tékkneski kylfingurinn, Jessica Korda, er meidd á úlnlið en það olli því að hún gat ekki tekið þátt í North Texas Shootout mótinu og dró sig úr Kingsmill mótinu.   Óvíst er hvenær hún snýr sér aftur að keppnisgolfi, en hún vonast til að keppa aftur í golfi sem fyrst. Jessica deildi meðfylgjandi mynd af sér á Instagram og til aðdáenda sinn á twitter sem „followa“ hana (@JessicaKorda).

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 19:00

Lyle virðist kominn yfir hvítblæðið

Svo virðist sem kylfingurinn Jarrod Lyle hafi sigrast á hvítblæði í 2. sinn. Lyle var fyrst greindur með hvítblæði þegar hann var 17 ára en hann náði sér nógu vel til þess að komast á PGA Tour í fyrsta sinn árið 2007. Hann komst að því að hvítblæðið hafði tekið sig upp í mars 2012, aðeins nokkrum dögum áður en eiginkona hans, Briony,  eignaðist fyrsta barn þeirra, dóttur. Briony Lyle var sett af stað til þess að Jarrod gæti verið viðstaddur fæðingu barns síns áður en hann færi í meðferð. Síðastliðinn ágúst gekkst Lyle undir beinmergsflutning, sem tókst vel. Í mars lék Lyle 18 holur á The Sands Torquay í Melbourne, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Massimo Scarpa – 5. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Massimo Scarpa. Massimo fæddist í Feneyjum,  5. júní 1970 er er því 43 ára í dag. Scarpa gerðist atvinnumaður í lok árs 1992 og því er hann búinn að vera atvinnumaður í golfi í 20 ára á þessu ári.  Árið 1992 rétt áður en hann gerðist atvinnumaður vann hann European Amateur. Massismo spilaði bæti á Evróputúrnum og á Áskorendamótaröðinni á árunum 1993-2006.  Hann vann 1 sinni á Evróputúrnum og 2 á Áskorendamótaröðinni. Hann vann líka Italian National Omnium þrisvar sinnum á árunum á milli 1998 og 2001. Hann var fulltrúi Ítalíu á Alfred Dunhill Cup  1999  þegar mótið fór fram á  St Andrews, og bar þar sigurorð af þreföldum Lesa meira