Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2013 | 20:00

Evróputúrinn: Lewis leiðir eftir 1. dag í Austurríki

Í dag hófst í Diamond Country Club Lyoness Open powered by Greenfinity, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Leikið er í Atzenbrugg, Austurríki og fer mótið fram dagana 6.-9. júní 2013.

Eftir 1. dag leiðir Englendingurinn Tom Lewis, en hann lék á 9 undir pari, 63 höggum.  Lewis fékk 9 fugla og 9 pör.

Í 2. sæti er Hollendingurinn Joost Luiten á 7 undir pari, 65 höggum. Luiten fékk 8 fugla og 1 skolla.

Þriðja sætinu deila 4 á 6 undir pari, 66 höggum: Graeme Storm, Alexander Levy, Richard McEvoy og Simon Dyson.

Til þess að sjá frá Lyoness Open í beinni SMELLIÐ HÉR: