Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2013 | 18:15

Evróputúrinn: Luiten leiðir á Lyoness

Það er Hollendingurinn Joost Luiten sem leiðir á Lyoness Open powered by Greenfinity í Atzenberg, Austurríki þegar mótið er hálfnað.

Luiten er búinn að spila samtals á 11 undir pari, 133 höggum (65 68).

Hann hefir 1 höggs forystu á Englendinginn Paul Warig, Skotann Callum Macaulay og Spánverjann Eduardo de la Riva, sem allir eru búnir að leika á samtals 10 undir pari.

Englendingurinn Tom Lewis sem leiddi í gær er í hópi 5 kylfinga, sem m.a. er í Miguel Angel Jimenez, sem deila 7. sætinu á samtals  7 undir pari, hver.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru m.a. Robert Rock og Pablo Larrazabal.

Til þess að sjá stöðuna á Lyoness Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: