Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2013 | 14:00

Rory í Oak Hill

Nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy fékk fyrstu innsýn sína í  Oak Hill Country Club en þar fer PGA Championship risamótið fram á þessu ári og honum líkaði það sem hann sá.

McIlroy tók þátt í blaðamannafundi í upstate New York til þess að kynna PGA Championship, sem fram fer í 95. skiptið.

Áður en Rory veitti færi á viðtali, sem stóð í yfir klukkustund fékk hann tækifæri til þess að prófa hinn fræga East Course í Oak Hill. Hann fór út kl. 7:45 ásamt Craig Harmon, sem er golfkennari á staðnum (og bróðir golfgúrúsins fræga Butch Harmon) og Ted Bishop, forseta PGA of America.

„Þegar ég hugsa um PGA Championship, hugsa ég um golfvelli eins og þennan. Með trjám til beggja handa, klassískan golfvöll og þetta er einn af þeim,“ sagði Rory eftir að hafa verið á skori upp á 3 undir pari, 67 högg.

Mánudaginn 3. júní var því kennslustund í golfvellinum fyrir Rory, en þekking hans á umhverfi Rochester í NY er takmörkuð. „Ég vissi bara að hann (Oak Hill golfvöllurinn) væri á landamærum Kanada,“ – Hann hefir líka bara séð stutt myndskeið af Ryder Cup 1995 og PGA Championship 2003, en bæði mót fóru fram á vellinum.

„Ég vissi í raun ekki margt um völlinn þar til í dag, en af því sem ég sá þá líkaði mér virkilega við hann,“ sagði Rory. „Þessi völlur er tímalaus. Hann var augljóslega frábær fyrir 50, 60 árum og hann er frábær í dag. Hann er ekki sá lengsti miðað við nýri velli, en maður verður að dræva boltann mjög vel. Hann gefur færi á góðu skori, en síðan eru nokkrar holur sem eru mjög erfiðar.“