Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2013 | 18:25

Eimskipsmótaröðin (2): Ingunn Gunnarsdóttir efst eftir 1. dag

Það er Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, sem leiðir í kvennaflokki á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas mótinu sem hófst úti í Vestmannaeyjum í dag, 7. júní 2013.

Ingunn lék á 2 yfir pari, 72 höggum; fékk 3 fugla, 1 skolla og skramba á erfiðu par-4 13. holunni.

Í 2. sæti er Anna Sólveig Snorradóttir, GK, tveimur höggum á eftir Ingunni á 4 yfir pari, 74 höggum.

Þriðja sætinu deila síðan Signý Arnórsdóttir, GK og Karen Guðnadóttir, GS á 5 yfir pari, 75 höggum.

Munur milli efstu kvenna er naumur og því stefnir í spennandi helgi í kvennagolfinu í Eyjum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar í Vestmannaeyjum SMELLIÐ HÉR: