Haraldur Franklín á 71
Haraldur Franklín Magnús, GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Axel Bóasson, GK, taka þátt í Opna breska áhugamannamótsins sem hófst í gær á Royal Cinque Ports og Prince’s völlunum í Englandi. Þátttakendur eru 288 frá 29 löndum. Haraldur Franklín er að standa sig best íslensku þátttakendanna. Í gær var hann í 13. sæti eftir að hafa spilað völlinn á 1 yfir pari, 72 höggum. Í dag bætti hann sig enn um 1 högg, var á sléttu pari, 71 höggi. Hann er sem stendur í 9. sæti en nokkrir eiga eftir að ljúka leik og geta því sætistölur raskast (frá því þetta er ritað kl. 18:00) Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, bætti Lesa meira
NK: Helga Kristín með 46 punkta!!!
Opna þjóðhátíðardagsmótið fór venju samkvæmt fram á Nesvellinum 17. júní. Nokkuð stíf suðaustanátt setti svip sinn á mótið sem annars fór að mestu mjög vel fram. Færri komust að en vildu í mótið og voru 108 kylfingar úr tíu golfklúbbum skráðir til leiks. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir úr Nesklúbbnum kom sá og sigraði í punktakeppninni og það með yfirburðum. Helga sem var með 9,5 í forgjöf fyrir mótið lék hringinn á 73 höggum sem skilaði henni 46 punktum. Litlu mátti muna að þeir yrðu 47 því Helga púttaði fyrir erni á síðustu holunni sem fór rétt framhjá og þurfti hún því að „sætta sig“ við fugl. Sannarlega glæsilegur hringur hjá Helgu Lesa meira
Rose þakkar Foley sigur á US Open
Nýkrýndur sigurvegari US Open, Justin Rose hefir ausið lofi á Sean Foley og þakkar honum m.a. sigur sinn á US Open. Rose var á sléttu pari, 70 höggum, lokahringinn og var 1 yfir í heildarskori, 2 höggum betri en Phil Mickelson og Jason Day. Hinn 32 ára Rose var fljótur að þakka Foley árangurinn en nú nálgast óðum 4 ára afmæli þess að þeir hófu samstarf. Foley vinnur líka með Tiger Woods og Hunter Mahan. „Eftir 2 vikur á AT&T National verðum við búnir að starfa saman í 4 ár,“ sagði Rose. „Og mér finnst eins og golfleikur minn hafi orðið betri og betri með hverju árinu.“ „Að ég komi Lesa meira
Síðustu 19 risamótsmeistarar
Hér hefir verið tekinn saman listi yfir 19 síðustu kylfinga til þess að sigra á risamótum, en með á þeim lista er Justin Rose sem sigraði sl. helgi á 113. Opna bandaríska í Merion Golf Club í Ardmore, Pennsylvaníu: 2013 Júní – Justin Rose (Englandi), Opna bandaríska April – Adam Scott (Ástralia), Masters 2012 Ágúst – Rory McIlroy (Norður-Írlandi), PGA Championship Julí – Ernie Els (Suður-Afríka), Opna breska Júní- Webb Simpson (Bandaríkin), Opna bandaríska April – Bubba Watson (Bandaríkin), Masters 2011 Ágúst – Keegan Bradley (Bandaríkin), PGA Championship Júlí- Darren Clarke (Norður-Írlandi), Opna breska Júní – Rory McIlroy (Norður-Írlandi), Opna bandaríska Apríl- Charl Schwartzel (Suður-Afríka), Masters 2010 Ágúst – Martin Lesa meira
9 ára gutti með 58 í móti!
Þó völlurinn hafi aðeins verið 9 holu, 2,680-yarda langur völlur, þá er hér heldur betur um eftirtektarvert afrek að ræða. Hinn 9 ára ungi Zach Adams var á 58 (29 29) höggum þegar hann sigraði í Mount Pleasant Junior Golf Open nálægt Charleston í Suður-Karólínu, skv. frétt í Post and Courier Ekki öllum tókst svona vel upp í 2 daga mótinu – en aldursflokkur Zach lék 9 holur hvorn dag. Zach vann með 16 högga mun á næsta mann, sem gerir afrekið þeim mun eftirtektarverðara. „Þetta var virkilega gaman vegna þess að ég hélt bara áfram að pútta og vippa virkilega vel. Völlurinn var stuttur og púttin mín voru virkilega góð,“ sagði Lesa meira
Haraldur Franklín í 13. sæti
Haraldur Franklín Magnús, GR, er í 13. sæti eftir 1. dag Opna breska áhugamannamótsins sem hófst í gær á Royal Cinque Ports og Prince’s völlunum í Englandi. Þátttakendur eru 288 frá 29 löndum. Haraldur Franklín lék fyrsta hringinn á 1 yfir pari, 72 höggum. Á hringnum fékk Haraldur Franklín 3 fugla, 11 pör og 4 skolla. Axel Bóasson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, taka einnig þátt í mótinu en áttu heldur erfiða byrjun; Guðmundur Ágúst var í 80 höggum og er hann í 224. sæti eftir 1. dag og Axel lék á 81 höggi og er einnig í 224. sæti eftir 1. dag. Það eru aðeins 64 af 288, Lesa meira
Golfgrín á mánudegi
Þetta er saga kylfings sem fór í margar golfferðir til Spánar. Í hvert sinn var hann búinn að kaupa sér pakka þar sem ekki þurfti að hafa áhyggjur af mat því pakkinn var „all inclusive“ þ.e. búið á hóteli, spilað á daginn og borðað á hótelinu í öll mál. Eitt skipti ákvað hann að breyta út af reglunni. Hann keypti sér ódýran farmiða, gisti á ódýru hóteli og ætlaði að verja öllu sem hann sparaði í að spila fleiri golfvelli og gera vel við sig í mat. Einn veitingastaðurinn virtist honum sérlega vinsæll. Honum var sagt að vinsælasti rétturinn á staðnum væru hreðjar nautsins, sem féll hverju sinni í nautaati Lesa meira
Gleðilegan Þjóðhátíðardag!
Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jóns Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 og hefði hann orðið 202 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Í boði eru 8 mót fyrir kylfinga víðsvegar um landið í dag: Á Siglufirði fer fram Þjóðhátíðarmót í boði Everbuild (17 skráðir); Á Seyðisfirði fer Auðbjargarmótið fram (56 skráðir); Á Ísafirði fer fram Þjóðhátíðarmót (10 skráðir) og á Bíldudal heldur Rafkaupsmótaröðin áfram (ekkert gefið upp um þátttakendur). 4 mót eru á höfuðborgarsvæðinu: hjá NK Lesa meira
US Open: Viðtal við sigurvegarann Justin Rose – Myndskeið
Justin Rose vitnaði í Trevino og sagðist hafa verið ástfanginn af stúlku sem héti Merion alla vikuna, sem hann vissi ekki eftirnafnið á. Þannig hefst viðtal við sigurvegara Opna bandaríska, Justin Rose, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Rose sagði að leikplanið og æfingarnar hefðu gengið upp og þetta hefði bara verið fullkomin vika. Hann sagði Merion hefði staðið undir væntingum og völlurinn verið erfiður; hann persónulega hefði talið að sigurskorið yrði 4 til 5 undir pari. Hann væri bara glaður að hafa verið sá sem stóð uppi sem sigurvegari.
US Open: Justin Rose fyrsti enski sigurvegarinn í 43 ár!
Enski kylfingurinn Justin Rose er sá fyrsti frá Englandi til að sigra US Open risamótið í 43 ár. Hann lék á samtals 1 yfir pari, 281 höggi (71 69 71 70) og átti 2 högg á þá sem næstir komu. Þetta er fyrsti risamótstitill Rose. Á 18. braut lenti teighögg Rose aðeins 3 metra frá frægum platta sem reistur var til minnis um sigur Ben Hogan á Merion 1950. „Þegar ég kom yfir hæðina og sá boltann minn liggja á miðri brautinni hugsaði ég með mér „þetta er tækifærið mitt,“ Þetta var ég að slá á miðja brautina,“sagði Rose eftir að sigurinn var í höfn. Og eins og venjulega var Lesa meira









