Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2013 | 01:45

Haraldur Franklín í 13. sæti

Haraldur Franklín Magnús,  GR, er í 13. sæti eftir 1. dag  Opna breska áhugamannamótsins sem hófst í gær á  Royal Cinque Ports og Prince’s völlunum í Englandi. Þátttakendur eru 288 frá 29 löndum.

Haraldur Franklín lék fyrsta hringinn á 1 yfir pari, 72 höggum. Á hringnum fékk Haraldur Franklín 3 fugla, 11 pör og 4 skolla.  Axel Bóasson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, taka einnig þátt í mótinu en áttu heldur erfiða byrjun; Guðmundur Ágúst var í 80 höggum og er hann í 224. sæti eftir 1. dag og Axel lék á 81 höggi og er einnig í 224. sæti eftir 1. dag.

Það eru aðeins 64 af 288, sem komast áfram gegnum niðurskurð og spila holukeppni síðari hluta mótsins og hlýtur sigurvegarinn þátttökurétt á Opna breska.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna breska áhugamannamótinu SMELLIÐ HÉR: