Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2013 | 02:30

9 ára gutti með 58 í móti!

Þó völlurinn hafi aðeins verið 9 holu, 2,680-yarda langur völlur, þá er hér heldur betur um eftirtektarvert afrek að ræða.

Hinn 9 ára ungi Zach Adams var á 58 (29 29) höggum þegar hann sigraði  í Mount Pleasant Junior Golf Open nálægt Charleston í Suður-Karólínu, skv. frétt í  Post and Courier 

Ekki öllum tókst svona vel upp í 2 daga mótinu – en aldursflokkur Zach lék 9 holur hvorn dag.  Zach vann með 16 högga mun á næsta mann, sem gerir afrekið þeim mun eftirtektarverðara.

„Þetta var virkilega gaman vegna þess að ég hélt bara áfram að pútta og vippa virkilega vel. Völlurinn var stuttur og púttin mín voru virkilega góð,“ sagði hin rísandi stjarna, sem enn er í 4. bekk í barnaskóla í viðtali við Post og Courier.

Besta skor Zach fram að þessu var 73. Pabbi Zach, Randy Adams spilaði golf í háskóla í Winthrop og afi hans, Whitey Adams byggði Cooper’s Creek golfvöllinn nálægt Lexington, í Suður-Karólínu.